Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2008, Page 32
30
Margrét Guðmundsdóttir
í málkunnáttu fyrirmyndarinnar hefur orðið málbreyting — M2 er ekki
eins og Mr Þetta er í sjálfu sér rétt, en það eru kannski ekki slíkar
breytingar sem málkunnáttufræðingar vilja lýsa.17 Munurinn á Mj og
M2 sem snýr að málkunnáttufræðingum hlýtur fyrst og fremst að lúta
að málkerfmu, málfræðinni — eins og hljóðkerfi, beygingum, setn-
ingagerð. Lausn á þessu gæti verið að segja sem svo að málbreyting
felist í þeim málfræðilega mun sem er milli málkunnáttu bamsins og
málkunnáttu fyrirmynda þess.
En bjöminn er ekki unninn: Hvað er munur? Hvenær er munurinn
á Mj og M2 svo mikill að réttlætanlegt sé að tala um málbreytingu?
Það er augljóslega munur ef til dæmis aðgreining tveggja beygingar-
flokka, sem var í málkunnáttu fyrirmyndanna, birtist alls ekki í mál-
kunnáttu bamsins. Það virðist líka vera afgerandi munur ef móðir hef-
ur hreinan skaftfellskan einhljóðaframburð en bam hefur einhljóða-
framburð í 50% tilvika en tvíhljóðaframburð í 50% tilvika. Bamið
hefur „komið sér upp“ valfrjálsri tvíhljóðunarreglu sem er ekki í máli
móðurinnar.18 En er það munur á málkunnáttu móður og bams ef hún
hefur einhljóðaframburð í 90% tilvika og tvíhjóðaframburð í 10% til-
vika, en bamið hins vegar 10% einhljóðaframburð og 90% tvíhjóða-
framburð? Eitthvað hefur væntanlega gerst — einhljóðaframburð-
urinn er greinilega takmarkaðri kostur en áður. En er þetta breyting á
málkunnáttu eða aðeins málbeitingu?
Eins má spyrja hvort ólík tíðni einhvers setningarlegs atriðis í máli
fyrirmyndar og bams teljist munur á M, og M2? Svo dæmi sé tekið um
vandamál af þessu tagi má benda á rannsókn Þóm Bjarkar Hjartar-
dóttur (1993) á núllliðum í eldri íslensku. Hún skoðaði texta frá 13.
öld til þeirrar 19. og sá í þeim að talsvert dregur úr notkun núllliða
(a.m.k. í ritmáli, annan vitnisburð er ekki að hafa) eftir því sem nær
okkur dregur í tíma (a.m.k. frá 16. öld). Athugun hennar leiddi þó í
17 Slíkar breytingar er áhugaverðara að skoða frá sjónarhóli tungumálsins, þ.e.
hvemig orðaforði þess þróast í tímans rás. Hins vegar geta orðið breytingar á merk-
ingu orða sem vert er að skoða út frá líkaninu af málbreytingum sem hér er sett fram.
18 Að því gefnu að fólk með tvíhljóðaframburð hafi sömu baklægu myndimar og
þeir sem hafa einhljóðaframburðinn, en tvíhljóðunarreglu að auki (sjá Eirík Rögn-
valdsson 1993:83).