Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2008, Page 34
32
Margrét Guðmundsdóttir
kvæmri hljóðmyndun, sem ætla má að sé frekar hluti af málbeitingu
en málkunnáttu (sjá t.d. umfjöllun um óskýrmæli og ónákvæma
hljóðmyndun hjá Hilde Helgason o.fl. 198 8:77.)20 Auk þess eru „...
engin tvö hljóð nákvæmlega eins“ eins og Eiríkur Rögnvaldsson
(1993:10 [leturbr. ER]) bendir á og því erfítt að draga mörkin milli
einhvers konar „eðlilegs og óeðlilegs" munar. Það er því vart mögu-
legt að láta líkanið ná til munar af þessu tagi; það veikir skilgrein-
inguna á málbreytingu ef við látum hana ná til of smávægilegra atriða.
En hvar á að draga mörkin? Ég tel vænlegast að reyna að taka mið
af formlegri lýsingu á málkunnáttunni eins og hljóðþáttum, lögmálum
og reglum sem eiga að lýsa innri gerð hennar. Þá má segja að mál-
breyting, nýjung í málkunnáttu, sé sú breyting sem raskar slíkri lýs-
ingu á málkerfinu, málkunnáttunni. Um leið og málkunnáttan hefur
breyst nógu mikið til að lýsing okkar breytist hefur orðið málbreyting.
Við getum til dæmis hugsað okkur að breyting á sérhljóði falli því
aðeins undir skilgreininguna á málbreytingu að lýsing á fjarlægðar-
stigi, myndunarstað eða kringingu breytist, t.d. þannig að hljóð sem
var hálfnálægt hjá fyrirmyndunum teljist hálffjarlægt hjá bami (sbr.
lýsingu Kristjáns Ámasonar 2005:125).
Þetta felur í sér að ef hugmyndir okkar um hljóðþætti, lögmál og
reglur breytast, þá getur greining okkar á málbreytingu breyst. Eitt-
hvað sem áður var ekki skilgreint sem breyting getur fengið slíka skil-
greiningu út frá breyttri hugmynd um formlegu þættina — og öfugt.
Það gæti einhverjum þótt galli, en hugmyndir okkar um málkerfið
hljóta að hafa áhrif á greiningu okkar á málbreytingum. Við getum
tekið dæmi úr fomu máli (innan sviga er vísað til sögu, kafla og
blaðsíðutals í Islendinga sögum, sjá heimildaskrá):21
20 E.t.v. er þó óskýrmæli einhvers konar hluti af málkunnáttu. Óskýrmæli er ekki
alveg tilviljanakennt, þannig að ætla má að málnotendur búi yfir einhvers konar vit-
neskju um livað sé leyfilegt. Sú „vitneskja" getur væntanlega verið breytileg milli
manna og þá um leið kynslóða.
21 Eftirfarandi umijöllun er byggð á rannsókn sem var lokaverkefni mitt í nám-
skeiðinu söguleg setningafræði hjá Eiríki Rögnvaldssyni og Þóru Björk Hjartardóttur
vorið 1992 (Margrét Guðmundsdóttir 1992). Um þetta er einnig fjallað í MA-ritgerð
minni (Margrét Guðmundsdóttir 2002:121-122).