Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2008, Page 37
Málbreytingar í Ijósi málkunnáttufrœði 35
gjama „dálítið opið“ miðað við það sem gengur og gerist í íslenskum
framburði. Svo vom aðrir sem vom greinilega flámæltir, þannig að
ástæða var til að efast um að i og e (og/eða u og ö) væm aðgreind
hljóðön.22 Sú skilgreining á málbreytingu sem hér hefur verið kynnt
rýfur tengslin á milli þeirra sem hafa „vott af flámæli“ og þeirra sem
em greinilega flámæltir. Þama hljóta samt sem áður að vera tengsl,
þ.e. að „vottur af flámæli“ sé skyldur flámæli sem felur í sér að
hljóðön séu fallin saman. Þannig má jafnvel hugsa sér að i verði opn-
ara í nokkmm þrepum, þar sem ein kynslóð hefur það aðeins opnara
en sú á undan sem jafnframt hafði það aðeins opnara en kynslóðin þar
á undan o.s.frv. Annar möguleiki er að slík þróun eigi sér stað á lífs-
leiðinni, þ.e. að reglur og skilgreiningar séu aðeins teygðar til og
togaðar án þess að sviptingar verði í málfræðinni. Þróun af þessu tagi
getur loks leitt til þess að i verði svo opið að túlkun bams á málbeit-
ingu fyrirmyndanna leiði til þeirrar ályktunar að um sé að ræða sama
hljóð og e. Þar með falla saman i og e og það er óumdeilanlega mál-
breyting. Væri nú ekki betra, spyr gagnrýnandinn, að láta skilgrein-
inguna á málbreytingu lýsa allri þessari þróun?
Jú, kannski væri það stundum betra, en myndi líka leiða okkur í
ógöngur. Þessi undanfari málbreytingarinnar er óútskýranlegur, að
minnsta kosti í mörgum tilvikum, þó að auðvitað sé þess virði að leita
skýringa. Slíkur undanfari verður oft ekki rakinn til annars en þess að
málið er aldrei í kyrrstöðu, sem er ekki síst afleiðing þess að leið þess
milli kynslóða er ekki beinn og breiður vegur. Hin mikla túlkun tak-
markaðra upplýsinga sem á sér stað við máltöku nýrra málnotenda
leiðir til ákveðinnar ónákvæmni þannig að eðlilegt er að munur korni
upp. Ef við drögum engin mörk og látum skilgreiningu málbreytingar
ná yfír óútskýranlegan mun rýrum við gildi hennar til að svara þeim
spumingum sem hægt er að svara.
22 í bókinni Hljóð eftir Kristján Ámason (2005:408) er mynd af gömlu jólakorti
þar sem stendur: „Gliðiiig Jól og sumuleiðis Nýtt ár mið þukk fírir það Gamla“,
einnig „Hanisdóttir", „Fruk“ og „Graf ‘ (fyrir Hannesdóttir, Frök[enj og Gröí). Þar
sem venja er að skrifa e og ö er alls staðar skrifað i og u. Ekki er óvarlegt að ætla að
í máli ritarans hafi e og i annars vegar og u og ö hins vegar verið eitt og sama
hljóðanið.