Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2008, Page 42
40
Margrét Guðmundsdóttir
fær (eða fær ekki!) getum við spurt hvers vegna það mistúlkar
upplýsingarnar. Eða: Hvers vegna kviknar nýjung í málkunnáttu ein-
staklings sem er að læra mál á grundvelli þeirra upplýsinga sem
honum berast með málbeitingu annarra? Þetta er það sem þarf að
skýra.24
Líkanið sýnir þá þætti sem koma við sögu í málbreytingu og vísar
þannig veginn að svörum við öðrum spumingum. Þættir líkansins
benda til þess að við þurfum að skoða málkunnáttu fyrirmyndarinnar
(M,), málbeitingu hennar (B,), túlkunarferlið, málkunnáttu bamsins
(M2) og málbeitingu þess (B2). Samanburður á B, og B2 segir okkur
til að mynda hvort málbreyting hafi átt sér stað.25 Tilgátur okkar um
M, og M2 em einnig byggðar á málbeitingunni og lýsing okkar á mál-
breytingu felst í samanburði á M, og M„ miðað við þessar tilgátur.
Áður en lengra er haldið er vert að nefna kenningar Davids
Lightfoot, en hann hefur nýlega (1999 og 2006) skrifað tvær víðlesn-
ar bækur um málbreytingar. Nálgun hans er um margt ólík minni.
Hann segir til að mynda að ólík málfræði geti því aðeins mótast í bami
að það standi frammi fyrir ólíku ytra máli (tungumáli) (Lightfoot
2006:13). Þannig má segja að hann reki breytingu á málkunnáttu til
breytingar á tungumáli. Eins og rökstutt verður hér á eftir tel ég að í
sumum tilvikum geti upplýsingamar sem barnið þarf að túlka litið út
eins og áður „á yfirborðinu“. Á hinn bóginn er ákveðin samsvömn
milli hugmyndar hans um máltöku sem byggist á vísbendum eða
merkjum („cue-based acquisition“) og þeirra hugmynda um mat á
upplýsingum sem hér em settar fram. Þó er sá grundvallarmunur að
Lightfoot tengir kenningu sína við það þegar færibreytum allsherjar-
málfræðinnar er gefið gildi. Til þess notar bam gögn eða reynslu úr
málinu og Lightfoot gerir ráð fyrir að vísbendin séu þeim til leiðsagn-
24 Ef við hefðum byggt skilgreininguna á málbreytingu á orðabókarskýringunni,
‘breyting á máli (í sögulegri framvindu)’, hefðum við tæplega umorðað spuminguna
„Hvers vegna koma málbreytingar upp?“ á þennan hátt. A því sjáum við hvemig lík-
anið leggur grann að framhaldinu.
25 Eins og fram hefur komið má vel hugsa sér að málbreyting hafí orðið án þess
að hún komi fram sem slíkur munur. En þessi samanburður er þó eina leið okkar til
að sjá málbreytingar. Aðrar era okkur liuldar.