Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2008, Page 45
Málbreytingar í Ijósi málkunnáttufrœði
43
er röng verður málbreyting. Málbreytingar verða því við einhvers
konar ranga túlkun upplýsinganna. Hin mikla hæfni sem böm búa yfir
til að læra mál bendir hins vegar til þess að sú túlkun sé á einhvem hátt
eðlileg, rökrétt. Þau telja túlkun sína rétta og halda fast við hana —
og þar sem þau hætta að jafnaði ekki fyrr en þau hafa raunverulega
túlkað upplýsingamar rétt má ætla að þegar þau gera „mistök“ hafi
þau einhver rök fyrir þeirri túlkun. Málkunnáttufræðingurinn þarf að
reyna að frnna þessi rök. í þeim felst skýringin á málbreytingunni.
4.5 Barnið, túlkunin og upplýsingarnar
Sé það haft að leiðarljósi í leit að skýringum á orsökum málbreytinga
að túlkun bamsins hljóti á einhvem hátt að vera eðlileg eða rökrétt
hlýtur athyglin að beinast að annars vegar málumhverfi bamsins, þ.e.
því máli sem það heyrir og leggur til grundvallar í máltökunni, og hins
vegar að barninu sjálfu, þ.e. máltökuferlinu og hinni miklu hæfni
bama til að læra mál. Eitthvað í málumhverfmu veldur því að bamið
„mistúlkar“ þrátt fyrir alla færnina. Við þurfum að setja okkur í spor
bamsins og reyna að skoða málkerfið með augum þess.
Fyrst má spyrja hvort málbeitingin endurspegli málkunnáttu fyrir-
myndarinnar alltaf fullkomlega. Þetta skiptir miklu máli því að bamið
þarf að draga ályktanir um málkunnáttuna á gmndvelli málbeitingar-
innar. Ef til dæmis tvö hljóð verða líkari en áður í kjölfar smábreyt-
inga eða smástígrar málþróunar, sem fjallað var um í kafla 3.3, getur
verið að fyrirmynd bams hafi tvö hljóðön í málkunnáttu sinni en fram-
burður hljóðanna sé orðinn svo líkur að erfitt sé að greina þar á milli.
Bamið getur þá dregið þá ályktun af málbeitingunni að hljóðanið sé
aðeins eitt.28
28 Mér fmnst líklegt að þegar ráðist var gegn flámælinu hafi einmitt margir haft
tvö hljóðön en málbeitingin ekki endurspeglað það. Rökin eru þau að það tókst að
snúa þróuninni við og kenna a.m.k. íjölmörgum „réttmæli". Mér er mjög til efs að
þessi kennsla hafi falist í því að „koma fyrir“ í málkunnáttu fólks nýju hljóðani. Það
er hægt að þjálfa framburð, t.d. til að laga óskýrmæli, en gróðursetning hljóðana
hlýtur að vera þyngri þraut. Eða treysta lesendur sér til að rækta með sér hljóðanið /y/,
þ-e. kljúfa hljóðanið /i/ í tvennt og gera úr því tvö líkt og var áður en /i/ og /y/ féllu
saman í íslensku?