Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2008, Page 47
45
Málbreytingar í Ijósi málkunnáttufræði
arregla. Leiðir skildi þannig að drottning fékk -w-endingu í þolfalli en
orð af síðari gerðinni urðu endingarlaus í þágufalli. Valtýr Guð-
mundsson (1922:63 og 66) gerir ráð fyrir því að -u í þágufalli sé enn
lifandi í bland við endingarleysi en hann byggir mállýsingu sína á
samtímamáli (sjá upphafsorð formála, s.r. III). Hér má því færa rök
fyrir því að breytingar á beygingu (sem væntanlega áttu sér einhverj-
ar skýringar) hafí leitt til þess að málkerfíð kemur bömum á máltöku-
skeiði aðeins öðravísi fyrir sjónir en það gerði fyrir um hundrað áram.
Leiðsagnarreglan er skýrari nú en þá, þó að enn bregði íyrir -w-end-
ingu í þágufalli orða eins og jörð og mold, en þá einkum í tiltölulega
frosnum samböndum (af jörðu ertu kominn, einni röddu). Við gætum
því hafa fundið eitthvað í málkunnáttu fyrirmyndarinnar sem býður
upp á þá túlkun að eignarfall orða eins og drottning sé drottningu og
jafnframt rök fyrir því að nú sé sú túlkun eðlileg en hafi ekki verið það
áður.
Þessi „skýringartilgáta" leiðir hugann einnig að máltökuferlinu,
því hvemig bam túlkar og metur upplýsingar sem það fær. Þegar mál-
breytingin kviknaði má ætla að bam hafí tekið „leiðsagnarregluna"
fram yfír dæmi sem það heyrði, eins og ef. drottningar, tilfinningar,
sýningar, kenningar o.s.frv., eða a.m.k. ekki endurskoðað túlkun sína
í ljósi slíkra dæma. Máltökuferlið sýnir að böm endurskoða mjög
gjama fyrri ályktanir, þau breyta t.d. rangri sagnbeygingu í ljósi
reynslunnar. Af hverju lifði þessi breyting slíka endurskoðun af?
Hvað gera böm þegar upplýsingar sem þau fá stangast á, kerfíð virðist
ganga upp út frá ákveðnum forsendum en svo berast gagndæmi?
Getur ekki verið að bam sem hefur smíðað sér tilgátu um „samfylgd
þriggja falla“ „hugsi“ sem svo þegar það heyrir eignarfallið drottn-
ingar: „Ég heyri ýmsar vitleysur, þetta er ein af þeim!“?
Lítum á annað dæmi um tilhneigingar í máli: Eiríkur Rögnvalds-
son (1990:80-81) gerir grein fyrir reglum fýrir markaðar endingar í
beygingu karlkynsnafnorða. Þar úir og grúir af undantekningum frá
reglunum en þó verður ekki fram hjá þeim litið, tilhneigingin til að
beygja orð af ákveðinni gerð á tiltekinn hátt er áberandi þrátt fyrir
undantekningar. Slík tilhneiging hlýtur að vera eitthvað sem málnot-
endur kunna og böm á máltökuskeiði nota til leiðsagnar. Einhvem