Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2008, Page 102
100
Þorsteinn G. Indriðason
í orðasafni því þó báðir hlutar orðsins séu þekktir þá hefur orðið allt
aðra merkingu en kemur fram af merkingu einstakra hluta þess.5
í orðasafninu er einnig nauðsynlegt að geyma föst orðasambönd
(e. idioms) þar sem merking þeirra ræðst ekki lengur af samanlagðri
merkingu einstakra orða innan sambandsins.6 Öll orð og orðasambönd
sem merkja þarf sérstaklega m.t.t. merkingar eru því í orðasafninu.
2.3 Orðmyndunarhlutinn
Orðmyndunarhlutinn gegnir öðru hlutverki en orðasafnið. Þar fer öll
regluleg og gegnsæ orðmyndun fram. Orðasafnið geymir orð sem
þegar eru til í málinu (e. listed) en í orðmyndunarhlutanum eru orð
mynduð af öðrum orðum (e. unlisted). Þessu lýsa Aronoff og Anshen
svo (1998:238):
The unlisted word is a potential word, and we will say that morpholog-
ically well-formed complex potential words are provided by the morpho-
logy, not by the lexicon.
Grunnorð orðmyndunarinnar koma úr orðasafninu og í orðmyndunar-
hlutanum eru því aðeins mynduð orð með virkum orðmyndunarregl-
um og gert er ráð fyrir að þau séu ekki geymd neins staðar heldur
mynduð jafnóðum og þeirra er þörf.
2.4 Orðasafn, orðmyndunarhluti og virkni
Ef hugmyndir Aronoff og Anshen (1998) um orðasafnið og orðmynd-
unarhlutann sem hluta af málkunnáttunni eru tengdar við hugmyndina
um virkni er verkaskiptingin milli orðasafnsins og orðmyndunarhlut-
ans frekar skýr. í orðasafni eiga heima orð sem upphaflega hafa verið
5 Gunnlaugur Ingólfsson (1979:52) fjallar um lexíkalíseringu þó hann nefni hana
ekki á nafn þar sem hann segir: „Merkingin í þeim orðum, sem nú eru talin, er ekki
lengur hin eiginlega, ‘áþreifanlega’, hún er ekki lengur nokkurs konar samlagning
stofns og viðskeytis, t.d. blóð+ug, heldur hefúr lo. í heild, blóðug-, öðlast nýja merk-
ingu, ‘hróplegur’.“
6 Sbr. Aronoff og Anshen (1998:237): “Most of the items on this list are words,
though the lexicon also contains larger units like idioms ...”