Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2008, Page 107
Um virkar og frjósamar orðmyndunarreglur í íslensku 105
með sanni segja að viðskeytið sé bæði í senn virkt og frjósamt sam-
tímalega og sögulega (sjá nánar um þetta Þorstein G. Indriðason 2005:
57-58).
Til samanburðar fundust hins vegar bara 13 nýmyndanir með við-
skeytinu -erni á sama tímabili og þar af voru 9 frá 20. öld: arf-erni,
hátt-erni, hug-erni, jarð-erni, mátt-erni, meyjarson-erni, sið-erni,
stað-erni og systr-erni. Grunnorðatíðnin á öllu tímabilinu er því ein-
ungis 13. Hvemig yrði virkni -erni þá metin samkvæmt skilgreining-
um Bauers? Er hægt að halda því fram að það sé virkt og orðmyndun
með því hluti af málkunnáttunni? Viðskeytið er a.m.k. ekki frjósamt
ef borið er saman við -leg. Og þó að við fmnum stakdæmi eins og bíl-
emiskennd í textum þá er hæpið á grundvelli þess að halda þvi fram
að orðmyndunarreglan sem skeytir viðskeytinu við grunnorðið sé
hluti af málkunnáttunni.10 Viðskeytið virðist því hvorki virkt né frjó-
samt. Skýringarinnar gæti verið að leita í því að merking slíkra orða
er oftast bundin því að lýsa skyldleikavenslum sem hafa verið óbreyt-
anleg um aldir þrátt fyrir miklar breytingar í samfélaginu að öðru
leyti. Því má segja að þörfín fyrir orðmyndun með -erni hafí ekki
verið knýjandi, a.m.k. ekki jafn knýjandi og orðmyndun með -leg.
Tiðskeytið er upphaflega dregið af -in(i)a sem var skeytt við r-stofna
skyldleikaorð eins og faðir, bróðir og móðir (sjá Ásgeir Blöndal
Magnússon 1989:157) en af orðunum frá 20. öld má merkja að við-
skeytið er í seinni tíð einnig notað með öðrum grunnorðum en skyld-
'eikaorðum.
Ef við drögum saman umræðuna í þessum undirkafla þá skilgreinir
Eauer (2001) virkni orðmyndunarreglu út frá tveimur þáttum, tiltæki-
'eika (virkni) og arðsemi (frjósemi). Fyrri þátturinn snýr að stöðu regl-
unnar í málkerfínu en hinn seinni að því hvort reglan geti nýtt þennan
■mabilinu frá 1540 fram á 20. öld. Hún er því ekki rafrænt og leitarhæft textasafn en
æltl Þó að geta gefið hugmynd um fjölda nýmyndana með ákveðnum viðskeytum á
hrnabilinu.
Dæmið er fengið úr skáldsögunni Andlit eftir Bjama Bjamason (2003:60) og
fendur 1 efthfarandi samhengi: „Menn mönuðu hver annan upp með því að höfða til
erniskenndarinnar; talað var um bílinn eins og hetju sem móðgaðist ef við efuðumst
Um að Uann kæmist yfir allt sem á vegi hans varð.“