Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2008, Page 110
108
Þorsteinn G. Indriðason
(5) kalla - kallaði, borða - borðaði, hlusta - hlustaði
exportera - exporteraði, fila - fílaði, meika - meikaði
Skilyrðin fyrir því að viðskeytið geti myndaó þátíð af veikri sögn eru
í aðalatriðum þau að hún sé annað tveggja tvíkvæð og stofninn endi á
-a eða að sögnin hafi raddað hljóð í stofni af sérstakri tegund, sbr. t.d.
hafa - hafði og gera-gerði. Viðskeytið getur hins vegar ekki myndað
þátíð af sögnum sem enda t.d. á nefhljóði eða lokhljóði, sbr. dœma -
dæmdi (*dœmði), sýna - sýndi (*sýnði) eða bœta - bætti (*bætði) og
gleypa -gleypti (*gleypði). I þeim tilvikum eru notuð önnur viðskeyti,
þ.e. annaðhvort -d- eða -t-. Hér hefur hljóðafar því áhrif á það hvaða
beygingarviðskeyti (eða beygingarendingar) er hægt að nota.
Viðskeyting -ly í ensku er annað dæmi um hindrun vegna hljóða-
fars. Viðskeytið myndar atviksorð af lýsingarorðum, sbr. kind - kindly
og fierce - fiercely, en slík viðskeyting er yfirleitt ótæk þegar grunn-
orðið sjálft endar á -ly, sbr. silly -*sillily (sjá Katamba 1993:75). Við
leit í Oxford English Dictionary (OED) fann Bauer (2001:6) reyndar
10 atviksorð þar sem viðskeytið myndaði orð með grunnorðum sem
enda á -ly, sbr. töflu 2:
cleanlily ghastlily kindlily lonelily lowlily
friendlily homelily livelily lovelily manlily
Tafla 2\ Atviksorð í ensku mynduð af lýsingarorðum með -ly skeyttu
við -ly-
Þessháttar orðmyndun getur hins vegar vart talist mjög algeng því í
OED fundust 473 lýsingarorð sem enda á -ly en viðskeytið tengist
aðeins 10 þeirra eða í um 2% tilfella. Hljóðafarshindrunin gildir því í
flestum tilvikum. Bauer nefnir einnig á sama stað að ekki eitt einasta
dæmi um samstöfunina -lily hafi fundist í hinum svonefnda COBU-
ILD-gagnagrunni þar sem í eru 18 milljónir orða úr ensku nútímamáli.
4.1.3 Orðmyndunarlegir þættir
Hindranir innan orðmyndunarinnar geta falist í því að tiltekið
viðskeyti geti af einhverjum orsökum ekki tengst öllum þeim flokkum