Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2008, Page 111
Um virkar og frjósamar orðmyndunarreglur í íslensku 109
grunnorða sem það ætti að geta tengst. Viðskeytið -un sem myndar
nafnorð af sögnum tengist t.d. fyrst og fremst veikum sögnum af 4.
flokki, þ.e. tvíkvæðum sögnum sem enda á -a, sbr. eftirfarandi dæmi:13
(6) a. hanna — hannaði — hönnun, hlusta — hlustaði — hlustun, prófa —
prófaði - prófun, radda - raddaði - röddun, klifa - klifaði -
klifun, skrúbba - skrúbbaði - skrúbbun, blóðga - blóðgaði -
blóðgun, tjalda - tjaldaði - tjöldun
b. skemma - skemmdi - *skemmun, ræsa - ræsti - *ræsun, skjóta
- skaut - *skotun ...
Viðskeytið -ar-i sem myndar gerandheiti af sögnum lýtur ekki sams
konar takmörkunum, sbr. að það getur tengst bæði veikum og sterkum
sögnum:
(?) a. blæða — blæddi — blæðari, blanda — blandaði — blandari, kemba
- kembdi - kembari, mæla - mældi - mælari
b. gefa — gaf — gefari, sitja — sat — sitjari, binda — batt — bindari,
hlæja - hló - hlæjari
Annars konar orðmyndunarleg hindrun felst í því að erlend viðskeyti
tengjast sjaldnast innlendum grunnorðum og reyndar er álitamál
hvemig greina eigi erlenda orðhluta sem eru fluttir inn með gmnn-
°rðum sínum, sbr. (le). Á t.d. að greina -sjón í orðunum inflasjón,
8ratúlasjón, depressjón eða konversasjón sem viðskeyti og hvað á að
8era með -elsi í orðum eins og sinnelsi, besögelsi, dannelsi, útstáelsi
eða tildragelsil Og em þessir orðhlutar út af fyrir sig hluti af mál-
kunnáttunni og hvemig getum við komist að því?
Ein leið er að segja sem svo að á meðan þessir erlendu orðhlutar
tengjast ekki innlendum grunnorðum þá verði að líta á þá sem órjúf-
ar>legan hluta erlenda orðsins. Þetta á t.d. vel við um -sjón, þ.e. engin
dæmi finnast um að orðhlutinn tengist innlendu gmnnorði. Um -elsi
13 Sú staðreynd að á sínum tíma var stungið upp á orðinu horfun fyrir það sem
síðan var kallað ááor/bendir þó til þess að einhverjum hafi þótt mögulegt að bæta
v'iöskeytinu -un við veikar sagnir af fleiri beygingarflokkun. Spumingin er þá hvort
0rðinu horfun var hafnað af lærdómi eða vegna þess að það ofbauð málkennd manna
' raun og vem.