Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2008, Page 112
110
Þorsteinn G. Indriðason
gegnir aðeins öðru máli. í RMS má finna dæmi þar sem orðhlutinn
hefur verið notaður með innlendu grunnorði, sbr. háttelsi og heiftelsi.
Og skýrari dæmi um notkun erlendra viðskeyta með innlendum
grunnorðum fínnum við t.d. með viðskeytinu -heit. Viðskeytið er
komið hingað upphaflega úr þýsku með viðkomu í dönsku og tengist
jöfnum höndum erlendum og innlendum grunnorðum, sbr. erlendu
grunnorðin í bekvœmlegheit, besverligheit, ýfrugheit og elendugheit
og þau innlendu í heimskuheit, blíðlegheit, fljótheit, hortugheit og
ömurlegheit, allt dæmi úr RMS. Gunnlaugur Ingólfsson (1979:50)
taldi slíka orðmyndun með innlendum grunnorðum merki um að upp
væri komin ný orðmyndunarregla i málinu, þ.e. regla sem tengdi
viðskeytið -heit við innlend grunnorð. Af nýrri og athyglisverðari
dæmum um þetta má nefna notkun orðhlutans -isti með innlendum
grunnorðum. Þó fáir bendli orðhlutann beinlínis við nokkuð íslenskt
má samt sem áður fínna ýmis dæmi á veraldarvefnum þar sem -isti
tengist innlendum grunnorðum, sbr. dæmin nýprófisti, kolvetnisti, les-
isti, sjónvarpisti, jafnréttisisti, fallisti, fullkomnunaristi, fúlisti, gettu-
beturisti, álisti, viðaristi, Bjarkisti og ísisti. I (8) eru nokkur þessara
orða sýnd í því samhengi sem þau komu fyrir í á Netinu:
(8) a. Hann er orðinn óttalegur sjónvarpisti og vill helst horfa tímun-
um saman á bamaefni.
b. Og í 10. bekk var fullkomnunaristi með tiltektarmaníu.
c. Mamma hefur verið Bjarkisti frá því hún man eftir sér.
d. Það eru miklar líkur á því að nýprófisti lendi í árekstri.
Þegar erlent viðskeyti er farið að taka þátt í orðmyndun með innlend-
um grunnorðum hlýtur það að vera orðið hluti af málkunnáttunni og þá
má segja að komin sé upp ný orðmyndunarregla í málinu. Öðru gegn-
ir um orðhluta eins og -sjón sem ekki tengist innlendum gmnnorðum
og er því ekki notaður til að mynda ný orð. Hann er þá ekki hluti af
málkunnáttunni á sama hátt. Viðskeyti sem tekin em upp á þennan hátt
í málið þurfa oftast töluverðan tíma til aðlögunar, sbr. viðskeytið -heit
sem áður var nefnt. í því sambandi má nefna orðmyndun með enska
viðskeytinu -hood (sbr. Katamba 1993:76-77). Það getur í flestum til-
fellum einungis tengst innlendum gmnnorðum, sbr. (9):