Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2008, Page 113
Um virkar og frjósamar orðmyndunarreglur í íslensku 111
(9) a. boy - boyhood, brother - brotherhood
b. govemor — *govemorhood, minister — *ministerhood
Hins vegar getur stundum verið snúið að skilja á milli innlendra og
erlendra orðhluta eftir langa aðlögun (sbr. Katamba 1993:77) og það
er trúlega ástæða þess að -hood getur tengst nokkmm orðum sem em
erlend að uppmna í ensku:
(10) parent — parenthood, state — statehood, nation - nationhood
Orðin parent, state og nation eru öll komin inn í ensku úr frönsku. Því
má segja að dæmin í (10) séu merki um að þessi grunnorð hafi með
tímanum orðið hluti af málkunnáttu þeirra sem tala í ensku.
4.1.4 Merkingarlegir þættir
Merkingartengsl gmnnorða og viðskeyta hafa vissulega mikið að
segja um frjósemi eins viðskeytis. Það er eitt einkenni á frjósömum
viðskeytum að þau leggja gmnnorðunum til ákveðna merkingu, sbr.
t-d. umræðu um myndun gerandheita með -ar-i hér fyrr. Hversu skýr
sú merkingarviðbót er ræður auðvitað miklu um notkun viðskeytisins
almennt. íslenskum viðskeytum má gróflega skipta í femt hvað þetta
varðar.14 í fyrsta lagi er um að ræða viðskeyti eins og -ald, -erni, -indi
°g -nað-ur sem virðast sérstaklega lítið frjósöm. Líklegasta skýringin
á því er að merkingarhlutverk þeirra er í hæsta máta óljóst samtíma-
lega séð og þá um leið tengslin við gmnnorðið. Fá orð finnast t.d. með
viðskeytinu -ald í RMS og flest frá 20. öld. Aukninguna á 20. öld má
að töluverðu leyti rekja til þess að fylgismenn ríkjandi málstefnu vom
áfram um að nota viðskeytið við nýyrðasmíð. Slík nýyrðasmíð er þá
það sem við getum kallað lærð, þ.e. menn reyna meðvitað að koma
»týndum“ viðskeytum í umferð afltur, freista þess s.s. að endurvekja
n°tkun þeirra. Þannig er um viðskeytt orð eins ogferjald ‘breytir’ (e.
transducer), hjólald ‘vinda, blökk, talía’, mótald (e. modem, sjá t.d.
^aldur Jónsson 1985:6) og rafald ‘útvarp’.
14 Það sem hér er sagt um þessa flokkun er að mestu byggt á niðurstöðum athug-
Unar á þessum viðskeytum í RMS ( sjá Þorstein G. Indriðason 2005).