Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2008, Page 117
Um virkar og frjósamar orðmyndunarreglur í íslensku 115
1977 hafi verið til í talmáli um einhvern tíma, en það getur auðvitað
vel verið að orðið hafi þegar það var myndað notið vinsælda og því
hafi leiðin inn í ritmálið verið styttri en ella. Taflan sýnir a.m.k. að sú
aðferð að kvenkenna atvinnuheiti, sem áður voru merkt körlum, með
seinni liðnum -kona hafi verið töluvert notuð. Afleiðing þessa er aukin
mælanleg frjósemi liðarins á tímabilinu.
4.3 Formlegir þœttir
Hér á undan hafa ýmsir þættir verið nefndir sem geta ýmist dregið úr
eða aukið frjósemi tiltekinna orðmyndunarreglna. Ýmsa aðra þætti
mætti nefna sem eru meira formlegs eðlis og hafa mikið að segja um
frjósemina og tengjast að ýmsu leyti þeim þáttum sem fyrr hafa verið
nefndir. Bauer (2001:97-98) nefnir nokkra af þeim, t.d. Qölda mögu-
frgra grunnorða sem tiltekið viðskeyti getur tengst og gagnsæ hljóð-
kerfísleg og merkingarleg tengsl grunnorðs og viðskeytis. Einnig
mætti nefna takmarkanir viðskeyta til þess að tengjast grunnorðum af
Wargvíslegum gerðum (rótum, stofnum, samsettum grunnorðum
o.s.frv.) og svo eru einnig takmarkanir á því hvaða viðskeyti geta
staðið saman í málum (sjá um þetta t.d. Aronoff og Fuhrhop 2002).
hetta atriði er að mestu leyti ókannað í íslensku. Þessum fonulegu tak-
mörkunum á viðskeytingu má safna saman í eftirfarandi:
(1 l)a. Hvaða kröfur gerir viðskeytið til grunnorðsins?
b. Getur viðskeytið tengst fjölbreyttum flokkum grunnorða
(nafnorðum, sögnum, lýsingarorðum)?
c. Getur viðskeytið tengst grunnorðum með fjölbreytta byggingu
(rætur, stofnar, afleidd orð, samsett orð, jafnvel setningahlutar
og heilar setningar)?
d. Koma grunnorðin úr stórum orðflokkum?
e. Er sterk og viðvarandi þörf fyrir orð með tilteknu viðskeyti?
^hir þessir þættir geta haft áhrif á frjósemi tiltekins viðskeytis. Ef við
htum t.d. nánar á viðskeytið -leg- þá eru meginástæður mikillar frjó-
Semi þess fólgnar í því að það gerir litlar kröfur til grunnorðsins, sbr.
Það sem nefnt var áður. Það sem átt er við með þessu er að viðskeytið