Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2008, Síða 157
Hallgrimur Scheving og staðbundinn orðaforði 155
4to sem hliðarmynd við skeina, „skenna pro skeina“, og merkt Austur-
landi eins og hjá Rask.
Rask ætlaði sér að gefa út viðbætur við orðabók Bjöms og mun
hafa safnað til þeirra á íslandsárunum. Hann leitaði til Hallgríms um
aðstoð og þótti dragast úr hófi að fá svör. Varðveitt er bréf frá Hall-
grimi til Bjama Þorsteinssonar, síðar amtmanns, frá 3. ágúst 1817 þar
sem hann staðfestir að hann sé að vinna að viðbótum við orðabók
Bjöms (Finnbogi Guðmundsson 1970:165-166). Hann segir meðal
annars:
Við orðabók Síra Bjöms Halldórssonar hef ég líka verið að gjöra nýjan
viðbætir, og hef ég 1) aukið hana um 10 arkir af nýjum orðum, talshátt-
um og merkingum, sem brúkast í daglegu tali. Þetta er í vissu tilliti íyrir
aungvan hægra en þann, sem við skólann er, hvar piltar eru saman-
komnir frá öllum fjórðungum landsins, og hefur reynslan sýnt mér, að í
nágrannasveitum í sama fjórðungi er oft mikill orðamunur og mörg orð
brúkuð í öðrum, sem óþekkt eru í hinum. En að mörg af þessum orðum
megi vera góð og gömul, ímynda ég mér af því, að ég hefí síðan fundið
ekki allfá af þeim í gömlum svenskum orðbókum og sýnishomi Ströms
af mállýzku bænda á Suðurmæri.
Hallgrímur rekur síðan frekar hverju hann hafi lokið og hvað hann
telji að gera þurfi og er alveg ljóst af þessu bréfi að hann taldi sig
hvergi nærri tilbúinn til að skila af sér. Bréfinu lýkur á þessum orðum:
Um þetta hefi ég fyrir þá sök verið margorður, að Rask skrifaði mér í
sínu síðasta bréfi, að það stæði á mér, að hann ekki gæti látið fara að
prenta þá Lagfæring og orðaviðbót, er hann hér í landi hefði gjört við
Lexicon Síra Bjöms. Af þessu sérðu þá, að honum eða þeim, sem hans
umboð á hendi hefur, sem þú másk ert, ekki tjáir að bíða eftir mér.
Lesa má í formála eftir Jón Sigurðsson að Lexicon poéticum Svein-
hjamar Egilssonar (1860:V) að Hallgrímur hafi verið búinn að safna
allrniklu efni til orðabókar þegar Sveinbjöm kom heim frá námi 1819.
hask skrifaðist á við fjölda íslendinga eftir íslandsferðina en þeir
Hallgrímur virðast ekki hafa átt í bréfaskiptum, að minnsta kosti vom
engin bréf birt í útgáfu á bréfum frá og til Rasks (Breve 1941), og er
þar því engrar frekari hjálpar að vænta.