Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2008, Page 158
156
Guðrún Kvaran
3. Orðasöfn Hallgríms
3.1 Lbs. 220 8vo
Eins og þegar hefur komið fram eru orðasöfn Hallgríms tvö, bæði
hreinrit, hvorugt með hendi hans sjálfs. Ég ætla nú að reyna að varpa
ljósi á söfnun og vinnubrögð Hallgríms og greina fyrst frá eldra safn-
inu, Lbs. 220 8vo. Þetta handrit hefur að geyma 570 blöð af íslensku
orðasafni með latneskum skýringum og er greinilega hreinrit. Rit-
höndin er áferðarfalleg og læsileg en er ekki rithönd Hallgríms. Höf-
undar er ekki getið en ljóst er að Hallgrímur hefur haft handritið undir
höndum og skrifað í það fjölmargar viðbætur og skýringar. Handritinu
fylgir einnig talsvert efni skrifað á laus blöð, seðla og rifrildi af
umslögum með nafni hans og margt af þessu viðbótarefni er illlæsi-
legt, rithöndin óskýr, og smátt var skrifað til þess að nýta pappírinn.
Heillegasta viðbótin með fallegri hendi eru nokkur samhangandi blöð,
misjöfn að stærð, og kemur tvisvar fram að nýtt voru meðal annars
umslög merkt „B. Thorsteinsson, Stapa“. Um er að ræða Bjama Þor-
steinsson, sem þá var orðinn amtmaður og bjó á Amarstapa í amt-
mannstíð sinni, og er ekki ósennilegt að hann hafí sent Hallgrími orða-
lista að vestan að beiðni hans. Við samanburð má sjá að allmörg orð-
anna, en ekki öll, á þessum blöðum em í sjálfu orðabókarhandritinu en
merkingarskýringamar em sjaldnast orðaðar á sama hátt þannig að
Hallgrímur hefur ritstýrt þeim heimildum sem honum bámst.
Jakob Benediktsson benti fyrstur á það í grein í Andvara (1969:99)
að Lbs. 220 8vo sé uppskrift á safni Hallgríms og frekari samanburður
minn á báðum handritunum ber þess glögglega vitni. Öll framsetning
skýringa, skammstafanir og tilvísanir em svo líkar í handritunum að
sami maður hefur án efa unnið þau bæði. Jakob taldi líklegast að
Hallgrímur hefði falið einhverjum að skrifa upp viðbætumar við
orðabók Bjöms Halldórssonar, ef til vill með útgáfu á þeim í huga, en
síðan aldrei sleppt handritinu frá sér. Finnbogi Guðmundsson skoðaði
málið og benti á að rithönd Konráðs Gíslasonar væri á Lbs. 220 8vo,
en hann vann í kaupavinnu hjá Hallgrími flest þau sumur sem hann
var í Bessastaðaskóla (1970:167). Það er sennilega tilviljun ein hvaða
seðlum var skotið inn aftan við uppskriftina því að þar er ekki ein-