Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2008, Page 160
158
Guðrún Kvaran
Úti er um það núna, að Bókmenntafélagið geti tekið orðabók Schevings,
hann fæst ekki til að redigera hana, heldur vill alltaf vera að safna, hvað
eð ogso er mikið gott, en langt um skemmtilegra og fyrirhafnarminna.
Það er heldur engum unnt að redigera hana, so honum líki, enn þótt hann
ekki vilji gera það sjálfur. So ég býst ekki við öðru en hún hírist hjá
honum, þar til hann fellur frá, hvörja ráðstöfun sem hann so gerir fyrir
henni.
Hallgrímur virðist enga sérstaka ráðstöfun hafa gert og safnið lenti
sem betur fer á Landsbókasafni.
3.2 Lbs. 283-285 4to
Eins og þegar er komið fram er ekkert vitað um það hvenær Hall-
grímur hóf orðasöfnun sína en henni lauk í raun aldrei. Hann safnaði
látlaust og af lausum seðlum hans að ráða er ljóst að hann var ekki
kominn á það stig að vinna skipulega að orðabókarútgáfu þegar hann
lést. Miðamir em litlir, afar illa skrifaðir, það kostar mikla vinnu að
reyna að lesa úr þeim og hætt við mislestri. Það gerði þó maður að
nafni Páll Pálsson (1806-1877), ofitast nefndur „Páll stúdent". Hann
skrifaði seðlana upp í stafrófsröð sem gerir áhugasömum um orðfræði
og íslenskan orðaforða kleift að kynna sér orðasöfnunina. Uppskrift
Páls er varðveitt á Landsbókasafni undir númerinu Lbs. 283-285 4to.
A titilsíðu stendur: „Orda-Safn úr nýara og daglega málinu tínt saman
af skóla-kennara Dr. H. Scheving.“ Fremst í handritinu, á bláum
blöðum, em skammstafanir heimilda en einnig skammstafanir lands-
hluta:
A.M. = Austan mál
N.M. = Norðan mál
S.M. = Sunnan mál
V.M. = Vestan mál
S.A.M. = Suð-austan mál
Auk þessara algengustu skammstafana má fínna ýmsar nákvæmari
eins og „M.S.“ fyrir „Múlasýslu-mál“, „Skaptf.“ og „Sk.m.“ fyrir
„skaptfellska“ eða „Skaptafells-Sýslu mál“, „Aus.M.“ fyrir „austan-
mál“.