Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2008, Side 161
Hallgrímur Scheving og staðbundinn orðaforði 159
Síðan hefst orðabókarhandritið sjálft í þremur bindum, alls um
1550 síður. A-ið er mjög vel hreinskrifað, uppflettiorðin eru undir-
strikuð, getið er um orðflokk og latneskar skýringar fylgja sums stað-
ar. Strax í b-inu breytist uppskriftin, ekki er sama alúð lögð við frá-
ganginn og sleppt er að geta orðflokka. Mikið er tekið úr yngri heim-
ddum, til dæmis Nýjum félagsritum og Klausturpóstinum, og mikið er
af samsetningum sem skýra sig sjálfar eins og búskaparbók, búskap-
arhugur, búskaparhugvekja, búskaparlag, búskapai-verk og búskap-
arvörur, og skýringum því sleppt. Mikill kostur er að landshluta,
stundum sýslu, er nær alltaf getið við orð sem fengin eru úr mæltu
ntáli en ekki prentaðri heimild. Sem dæmi mætti nefna að við orðið
loddi stendur Ámessýslumál þegar það er sagt merkja ‘loðband’ en
Múlasýslumál við merkinguna ‘vettlíngur’, og fleirtöluna ‘loddar =
barðar’, en barðar em illeppar í skó. Ljóst er að Hallgrímur hefur lagt
sig eftir orðum úr talmáli og er hlutur þeirra í handritinu ótrúlega mik-
dl miðað við að ekki er vitað til þess að Hallgrímur hafí farið í söfn-
unarferðir en hann nýtti sér vitneskju skólapilta eins og fram kom í
bréfínu til Bjama Þorsteinssonar.
Nú mætti lesa það út úr bréfúm Hallgríms að hann hafi legið á safni
smu eins og ormur á gulli. Svo var þó alls ekki. Honum var það kapps-
mál að það gæti nýst eitthvað. Þetta kemur vel fram í bréfaskiptum
hans við Konráð Gíslason. Bréf Hallgríms hafa varðveist en því miður
ekki svör Konráðs. Hallgrímur svarar 1849 bréfi sem hann hafði fengið
frá Konráði á þessa leið (Finnbogi Guðmundsson 1970:190-191):
Þér mælizt til, að eg feli yður á hendur mín íslenzku orðasöfn, af því
„Samfundet for dansk Litteraturs Fremme“ hafi beðið yður að taka
saman íslenzka og danska orðabók yfír nýrra málið. Segizt þér síðan láta
bókina koma út undir mínu nafni, en setja merki við það sem þér bætið
við. Fyrst orðabók þessi á að vera yfír nýrri íslenzku, þurfið þér ekki við
orðasafna minna yfír eldra málið, enda hafíð þér, þó svo væri það, sem
miklu betra og áreiðanlegra er, í orðasafni Cleasbys. Ef félagið verður
einlægt í þeim ásetningi að fá yður til að semja danska og íslenzka
orðabók yfír nýjari íslenzku, þegar þeirri er lokið, sem þér erað nú við,
skal eg með sumarskipum senda yður smásaman nokkra stafí af söfnum
mínum, eftir því sem þér í hvert sinn látið mig vita hvað því verki líður.