Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2008, Síða 164
162
Guðrún Kvaran
bagla (1814 1:56) og hefur nafnorðið því líklega átt að vera viðbót þótt
þess sé ekki getið sérstaklega. í RM eru átta dæmi, nær öll úr
kveðskap og bendir aðeins eitt þeirra til Austurlands. í TM er aðeins
eitt dæmi og er merkingin sögð Télegt smíði’. Heimildarmaðurinn er
úr Reykhólasveit. Sami heimildarmaður nefndi einnig sögnina að
bagla, sbr. bagla e-u saman, og annað dæmi var um hana úr Rangár-
vallasýslu. Húnvetnsk heimild var einnig um nafnorðið baglari og það
sagt merkja ‘slæmur smiður’. Dæmi er um sögnina bagla í „gulu seðl-
unum“ úr handritinu Lbs. 125 fol., samtíningi úr ýmsum orðasöfnum.
Skýringin er: „id qv. babba. þvaðra — að bagla á móti“. JÓlGrv þekk-
ir bæði nafnorðið bagl, ‘operatio incondita, illepida et inerudita, ut:
vijsna bagl’ og sögnina bagla, til dæmis um að bagla saman vísu. 10
merkir hvorki nafnorðið né sagnorðið staðbundið (1983:52). Gefnar
eru tvær merkingar í nafnorðinu: 1. ‘tilraun bams til að tala; böglu-
mæli; þvaður, vitleysa. 2. klambur, klastur, kák’, en sögnin er sögð
merkja ‘ 1. þvogla og 2. káka, bagla saman vísu’. Sömu merkingar eru
í B1 og er orðið þar ekki merkt staðbundið. ÁBIM (1989:36) merkir
bagl ekki sem staðbundið en segir það leitt af sögninni að bagla og
bendir á skyldleika við bagl ‘klastur, óhagræði, þvaður’ í nýnorsku.
Ekkert styður að bagl og bagla teljist „austanmál“. Heimild Hallgríms
er aðeins viðbót við aðra vitneskju.
bersaþeyr ‘skammvinn hláka á vetrardag — flatus calidus cælo sereno
S.M.’. I RM em þrjú dæmi um orðið bersaþeyr/bessaþeyx og em tvö
þeirra úr bók Þórðar Tómassonar Veðurfrœði Eyfellings (1979). Þar
segir firá vitmm, forspáum og bænheitum manni sem hét Bessi. Ekki
kemur fram hvar á landinu hann bjó en líklegt að hann hafi verið sunn-
lenskur þar sem Þórður lýsti orðafari um veður undir Eyjaljöllum.
Bessi á að hafa ort eftirfarandi vísu í mikilli harðindatíð:
Máttugur er góður guð að gefa hláku
á útnorðan með engri bliku
og láta hana standa í viku.
Honum varð að bæn sinni og heitir slíkur þeyr síðan Bessaþe}’1'
(Þórður Tómasson 1979:132-133). Þriðja dæmið er úr Árbók Þing'