Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2008, Page 166
164
Guðrún Kvaran
19. aldar dæmi. Merkinguna segir hann vera: ‘reiðsokkur; grófgerður
óvandaður sokkur; grófur togvettlingur’. Upprunann telur hann óviss-
an.
Ekkert dæmi er um orðið gorgur í RM í þessari merkingu. í TM
eru fimm heimildir um orðið úr Árnes-, Rangárvalla-, Austur-Skafta-
fells-, Norður-Múla- og Suður-Þingeyjarsýslum.
Alexander Jóhannesson hefur orðið gorgur undir rótinni *gher-
‘grípa, þrífa, umlykja’ í orðsifjabók sinni (1951:359). Gefur hann
merkinguna „reitsocke“, þ.e. ‘reiðsokkur’, og bætir við innan sviga
‘die umfassende’, þ.e. ‘sú sem umlykur’. Hann tengir það orðunum
gári og gormur. Þessa skýringu nefnir Ásgeir ekki en telur tengsl
orðsins gári við fyrmefnda rót ólíkleg (1989:213).
Hugsanlegt er að orðið borgutó sé kennt við einhverja Borgu eins
og Hallgrímur hugsaði sér. Þekkt hafi verið nafnorðið gorgur í fyrr-
greindri merkingu og orðunum tveimur slegið saman vegna merking-
arskyldleika í gorgutó.
drellir ‘A. et N.M. sacculus, en Sæk = drella apud B.H. inde auka-
drellir = aukapinkill, 2. jarl, lortur’. Báðar merkingamar í drellir eru
viðbætur við orðabók Bjöms Halldórssonar. Hallgrímur vísar til
kvenkynsorðsins drella hjá Bimi en þar stendur: „onusculum, en
liden Byrde, en Bylt“ (1814 1:153). Við drellir er aðeins gefín merk-
ingin ‘fylgdarsveinn’ og tekið fram að í skák sé drellir notað uffl
kóngspeðið. Báðar þessar merkingar em gefnar í orðabókarhandriti
JÓlGrv.
í RM em allnokkur dæmi um drellir en aðeins fá um merkinguna
‘poki’. Af þeim er ekki unnt að ráða hvort orðið er staðbundið. í TM
em fímm dæmi en aðeins eitt um merkinguna ‘poki’ úr Reykhólasveit.
Úr Mýrdal er ein heimild um að orðið drellir sé notað um ‘eitthvað
stórt’ og ætti það fremur við síðari merkinguna hjá Hallgrími.
B1 hefur merkingamar ‘fylgismaður, kóngspeð, steinn bundinn við
akkeri’ en einnig ‘hlunkur’. Frekari skýring við síðustu merkinguna er
„(e-ð stórt og slyttislegt) n-t stort og klodset, f. Eks. En stor Byld; —'
spec. en lang Sæk el. Pose“ (1920-1924:141). Hann hefúr því þekkt
merkingu Hallgríms en merkir orðið ekki staðbundið.