Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2008, Page 168
166
Guðrún Kvaran
Ég get ekki kveðið, kveðið,
kvefíð bannar,
þótt mig til þess fleði, fleði
falda-Nanna.
Ekki er ljóst hvað sögnin merkir hér, hugsanlega ‘að langa’. Önnur
dæmi úr TM sýna merkinguna ‘skera í þunnar sneiðar’.
B1 nefnir aðeins orðasambandið að fleða sigfyrir einhverri í merk-
ingunni „göre Haneben til en“, þ.e. ‘smjaðra fyrir e-ri’ (1920-1924:
202) og sama er með JÓlGrv. Hann gefur orðasambandið „að fleða sig
upp vid mann, blandimentis aliqvem delinire“.
í ÍO (1983:220) er nefnd merkingin ‘smjaðra, skjalla’ og orðasam-
böndin fleða sigfyrir e-m og fleða e-n til e-s. Auk þess er nefnd ópers-
ónulega notkunin mig fleðar og er við hana kross sem merkir að hún
sé annaðhvort fom eða úrelt. ÁBIM getur ópersónulegu notkunarinn-
ar en merkir hana ekki sérstaklega (1989:189).
Dæmi Hallgríms um ópersónulega notkun er hið eina sem fram
hefur komið og á meðan ekki finnast fleiri er ekkert hægt að segja um
útbreiðslu annað en að Hallgrímur þekkti hana sem „austanmál“.
flöngsa ‘[negligenter aliqvid gestare Sch] vertu ekki að flaungsa með
dúkinn etc. A.M.’ Sögnin er ekki fletta í orðabók Bjöms Halldórsson-
ar. Merkingin er að ‘fara hirðuleysislega með e-ð’. Ekkert dæmi kom
fram í RM en aftur á móti fjögur í TM og öll af Suður- eða Suðaustur-
landi og er ljóst að um hliðarmynd við flangsa er að ræða. Hvorki
JÓlGrv né B1 nefna sögnina. ÁBIM getur hennar en vísar um skýringu
á flangsa (1989:198). Hallgrímur hafði heimildir um sögnina sem
„austanmál“ og styðja talmálsdæmin það.
fræsur ‘A.M. [vana loqvacita] ósannindi, mælgi’. Litlar heimildir
virðast um nafnorðið frœsa sem samkvæmt ÁBIM er einkum notað í
fleirtölu, fræsur, og leitt af sögninni fræsa ‘hvæsa, fnæsa’. Hvorki
fundust dæmi í RM né TM. B1 hefur það ekki sem flettu og sama er
að segja um JÓlGrv. í ÍO er nafnorðið fræsa sagt merkja ‘slúðursaga’
en fleirtölumyndin fræsur er merkt staðbundin og merkingin sögð