Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2008, Page 171
Hallgrímur Scheving og staðbundinn orðaforði 169
B1 hefur hvorugt orðanna sem flettu og ekki er það hjá JÓlGrv. í
10 (1983:472) er júlfeitur merkt fomt eða úrelt og skýringin er
‘bráðfeitur (um mat)’. Vísað er í orðið jólfeitur en þar er enga frekari
vitneskju að fá heldur er vísað til baka í júlfeitur. ÁBIM hefur báðar
myndimar jólfeitur og júlfeitur en merkir þær ekki staðbundnar. Hann
hefur elst dæmi frá 19. öld og gæti verið átt við dæmið frá Hallgrími
um júlfeitur þar sem eldri heimild er um jólfeitur. ÁBIM telur upp-
runann óvissan en tengir orðin helst við sögnina að jóla ‘ata, óhreinka’
en uppmni hennar virðist jafn óljós. Hann giskar einnig á tengsl við
sögnina að jóðla í merkingunni ‘japla, tyggja fullum munni, tala tann-
lausum munni’ og er það líklegri skýring. Ásgeir bendir á orðið jul-
þykkur sem í B1 er merkt Norðurlandi og haft efitir Hallgrími Scheving
(Lbs. 283-285 4to) og frá honum er einnig eina dæmið í RM. Merking
orðsins julþykkur er ‘þunnur’, til dæmis julþykkt skyr og er hæpið að
tengja það jól-/júl- myndunum þótt ekki væri nema merkingarinnar
vegna. Um (j)ó > (j)ú í áherslurýrum samsetningarliðum sjá Guðrúnu
Kvaran 2006:143.
4.2 Lbs. 283-285 4to
ulþá ‘A .M. ss. óvíst. Það er alþá.’ í RM er aðeins dæmi Hallgríms.
Engin heimild er í TM og hvorki JÓlGrv né B1 hafa alþá. ÁBIM hefur
°rðið ekki með í orðsifjabók sinni. Hallgrímur er því eini heimild-
armaður um orðið. Nafnorðiðþá merkir ‘þíð jörð, þiðnað vatn á jörð’.
Hugsanlegt er að tengja alþá því orði og líta svo á að ótryggt, óvíst sé
að fara um jörð sem er blaut eftir að firost hefur leyst.
kendla ‘[bendlur] ær sem festar eru saman, með því að stika er bund-
ln rnilli homa þeirra, svo önnur ærin strjúki ekki. (V.M.)’. Þrjú dæmi
eru í RM, eitt frá Hallgrími og tvö í merkingunni ‘flækja’. í TM var
aðeins ein heimild úr dagbók Einars Jónssonar frá 1894 en Einar var
frá Súgandafirði. B1 hefur fleirtölumyndina bendlur sem flettu og
skýrir orðið þannig: „Hunfaar fæstede til hinaanden ved at en Stang er
bunden til Homene, for at den ene ikke skal lobe bort, Faarekobbel.“
Hotkunin er merkt Vestfjörðum og JÓl. (1920-1924:69). JÓl. er til-