Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2008, Side 174
172
Guðrún Kvaran
„Æki = eki. það sem ekið er. Norðl. = akfæri. a Skaptf.“ Hann hefur
því dæmi sitt um æki af Norðurlandi en vísar í Skaftafellssýslu um eki.
Orðið trogberi, sem Hallgrímur nefnir einnig, hjálpar til að fá
skýringu á ekitrog. í ÍO stendur: ‘smásleði með kassa til að draga á
sjálfum sér’ (1989:1060). Flest dæmi í RM benda til Norðurlands og
styðja upplýsingar Hallgríms.
fit ‘= apturhreifí. Austf.’ í RM er fjöldi dæma um fit í ýmsum merk-
ingum en aðeins ein, utan Hallgríms, sem ótvírætt á við afturhreifa.
Hún er úr bók Lúðvíks Kristjánssonar, íslenzkir sjávarhœttir I. Þar
getur hann þess að afturhreifar á sel séu kallaðir fitjar en getur þess
ekki hvar á landinu það tíðkist (1980:409). í TM var ekkert dæmi um
þessa merkingu orðsins jit og sama gildir um JOlGrv. B1 setur við
merkinguna ‘afturhreifi’ „Af. og Sch“ en bætir við að átt sé við aftur-
hreifa á sel (1920-1924:193). Heimild Hallgríms er því hin eina sem
unnt er að styðjast við um austfírska notkun orðsins.
flái Hallgrímur gefur þrenns konar merkingu í þessu orði: „1. m.g. = flá
f.g. tréflái á neti. Homf., 2. = homriði. Norðanflái, Vestanflái. V.M-
(undir jökli) og 3. = glitja á Vestfjarða M. Breiðfírðska.“ Samkvæmt IO
er hornriði ‘regnský í norðaustri, norðaustanátt með rigningu, regnský
sem ber gegn vindi’ (1983:401) og glytja er skýrð ‘óstillt veður, þegar
vindur stendur af landi og mætir hafátt úti fýrir’ (1983:294). Veður-
merkingin í orðinu flái er þar ekki merkt staðbundin (1983:217).
í RM vom engar heimildir utan Hallgríms um þessar merkingar í
orðinu flái. í TM em tvær austurskaftfellskar heimildir um fláa á neti
og fímm um veðurmerkingu, frá Mýmm og vestur á fírði. B1 er ekki
með karlkynsorðið flái á neti en aftur á móti kvenkynsorðið flá sem
hann merkir Austur-Skaftafellssýslu og gæti haft frá Hallgrími. BMO
hefur heimild um fláa á neti úr Homafirði í einni vasabókanna og
merkir Homafírði (XVII:22). Veðurlýsingu setur B1 undir eina merk-
ingarskýringu orðsins flái: „ustadigt Vejr, raakold Vind og delvis
Regn, fra en m. H. t. stadigt Vejrlig upaalidelig Retning, is. hypp- 1
Sms: austan-flái, norðaustan-flái og fláarigning (Af., Mýr, Snæf.)“
(1920-1924:201). JÓlGrv hefur ekki orðið flái sem flettu.