Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2008, Page 182
180
Þóra Björk Hjartardóttir
frœðinni, eða Icthyographia Islandica eður Tilraun um lýsingu á
sjóar- og vatnadýrum á Islandi eins og ritið heitir frá hendi Jóns, er
gerð ítarleg grein fyrir lagardýrum í vötnum, ám og við strendur Is-
lands, allt frá hinum smæstu til hinna stærstu, og er vexti þeirra og
viðgangi, heimkynnum og lífsháttum lýst eftir bestu vitneskju þess
tíma. Eins og títt er um náttúrufræðirit frá þessum tíma einskorðast
Fiskafrœðin ekki við raunvísindi í þeim skilningi sem lagður er í það
hugtak núna heldur er þar einnig mikið af þjóðsagnakenndu efni enda
almennt ekki greint að fullu á milli náttúrufyrirbæra og þjóðtrúar á
þessum tíma.
Jón var sjálfur ekki alinn upp við sjávarsíðuna og hélt ungur utan
til Kaupmannahafnar þar sem hann dvaldist meginhluta ævi sinnar.
Viðfangsefni Fiskafræðinnar var honum því að ýmsu leyti fjarlægt en
hann gerði hvað hann gat til að afla sér sem bestra heimilda. Hann
hefur sumt úr fræðibókum þess tíma, bæði innlendum sem erlendum,
og tekur m.a. orðrétt kafla úr Konungs skuggsjá og einnig úr fiska- og
hvalatali í nafnaþulum Snorra-Eddu en bætir sjálfur við athugasemd-
um og ber saman við sitt eigið framlag. Enn fremur virðist Jón hafa
lagt sig mjög fram um að fá sem réttastar upplýsingar frá mönnum
sem til þekktu, bæði samlöndum sínum í Kaupmannahöfn sem aldir
voru upp við sjávarsíðuna sem og lærðum mönnum í Danmörku og á
íslandi sem hann ritar sérstaklega til að spyrja að einu og öðru og einnig
til að fá senda hluti til nánari athugunar, eins og t.d. hörpudiska og
ígulker. Bréfaskrif Jóns við ýmsa lærða menn á íslandi eru til vitnis
um þetta og einnig greinir hann frá aðföngum sínum í ítarlegum inn-
gangi að danskri gerð Fiskafræðinnar sem hann samdi samhliða þeirri
íslensku en lagaði að dönskum lesendahópi (sjá Þóru Björk Hjartar-
dóttur 2007a).
í innganginum, sem aðeins var ritaður að dönsku gerðinni en ekki
þeirri íslensku, gerir Jón góða grein fyrir efnistökum sínum og vinnu-
brögðum, m.a. hvemig hann skipar efninu niður. Þar skýrir hann einnig
frá því að í upphafí greinargerðar um hvem físk, hverja einustu teg-
und, nefni hann íslensku heitin fyrst og geti þess séu þau fleiri en eitt.
Síðan komi dönsk framburðarmynd og þá dönsk eða norsk heiti og að