Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2008, Blaðsíða 185
Staðbundin heiti á sjávardýrum í Fiskafræði Jóns Ólafssonar 183
vaxtarskeiði, sérstakt litarfar, stærð, heimkynni, hrygningarstað, nyt-
semi, eða séu notuð í sérstökum tilgangi, til dæmis sem feluorð. Um
þorskinn eru þannig ekki færri en tuttugu heiti nefnd í íslenskum fisk-
um (Gunnar Jónsson 1992) og af þeim eru ein sex merkt ákveðnum
svæðum. Álíka fjöldi nafna um þorskinn er að finna í Fiskunum
(Bjami Sæmundsson 1926). Auk upplýsinga þar um landshluta við
sum nöfn er einnig getið um stærð við fáein þeirra. Nöfnunum ber
nokkum veginn saman í þessum tveimur ritum og hefur Gunnar þau
væntanlega frá Bjama þótt hvergi komi það beinlínis fram. Gunnar
(1992:10) getur þess að mörg þeirra heita sem sem gefin em upp um
einstaka fiska tíðkist vart lengur, séu „nú orðin úrelt“ og því sé „farið
mjög varlega í að rifja upp slík aukaheiti". Bjami (1926:XIV) segist
hins vegar hafa „gert sér far um að tína til öll þau nútímanöfn á ís-
lenskum fiskum, sem auðið hefír verið“. Líklega hafa mörg þeirra þá
þegar verið notuð í takmörkuðum mæli og ekki ólíklegt að stöðlun á
nöfnum sem óhjákvæmilega fylgir frumkvöðlaritum á borð við físka-
rit Bjama Sæmundssonar2 hafí enn frekar dregið úr notkun margra
þeirra, ekki hvað síst landshlutabundinna heita. Bjami nefnir að al-
þýðumálið sé auðugt þegar að fískanöfnum kemur og sjaldnast þörf á
nýyrðum og má skilja þessi orð sem svo að hann hafí ekki aðeins
leitað fanga í rituðum textum þegar hann tíndi til hin ýmsu heiti um
fiska heldur einnig í mæltu máli. Ef svo er ætti rit Bjama að vera
nokkuð góður vitnisburður um þau fískaheiti sem þekkt em frá seinni
tímum þótt eflaust hafí fleiri tíðkast fyrmm sem stopular heimildir em
um.
4. Einstök orð
Til umfjöllunar em öll þau heiti sem sögð em vera staðbundin. Þau em
þessi: bauthildur, báruskel, bobbi, durnir, gedda, hamar, lönguskáld,
maurungur, reyður, skelkvosa, smokkfiskur, ýsuskratti. Gerð verður
grein fyrir hverju orði í því samhengi sem það birtist í textanum og
Bjami (1926:X1V) nefiiir sjálfur að hann hafi „reynt að koma festu á merkingu
hinna mörgu og óákveðnu heita á kolategundum vorum“.