Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2008, Page 188
186
Þóra Björk Hjartardóttir
skilja ber þessi orð en helst er að sjá að orðalagið „einu nafni“ merki
að allir stórir kuðungar, blákúíungar sem aðrir, gangi austan- og sunn-
anlands undir sérstöku heiti sem er hins vegar ekki tilgreint í textan-
um. í danskri gerð textans segir í umfjöllun um stórkuðunga og blá-
kónga að „Alle disse store kaldes med et navn Bobbar (Bobber)" (bls.
11). Ekkert er hins vegar minnst á staðbundna notkun þessa heitis en
með samanburði íslenska textans og þess danska má draga þá ályktun
að bobbi sé það samnefni sem stórir kuðungar „kallast ... einu nafni
austan- og sunnanlands“.
í orðabókum er orðið bobbi skýrt sem ‘snigilskel’. í B1 er auk þess
merkingin ‘en Slags Sosnegl’ og í ÍO 1983 og 2007 er einnig merk-
ingin ‘kuðungur’. Auk þess er í ÍO 2007 þriðja merkingin, sem sögð
er úrelt, ‘beitukóngur’. Eitt dæmi var um orðið bobbi í TM en ekkert
sem tengir það ákveðnu landsvæði. í RM eru þó nokkur dæmi frá
öllum tímum um orðið bobbi um kuðunga almennt eða sérstaka gerð
þeirra og er það þá stundum talið upp sem eitt margra heita. Ekki eru
afgerandi upplýsingar um að orðið sé staðbundið en þó eru nokkur
dæmi úr ritum sem tengjast Skaftafellssýslum. Nokkur dæmanna eru
úr endurminningabók úr Homafirði og eitt er beinlínis merkt Skafta-
fellssýslu. Það dæmi er fengið úr lista, rituðum 1705, um skaftfellsk
orð sem Ámi Magnússon prófessor fékk frá Einari Bjamasyni á Síðu
í Vestur-Skaftafellssýslu og er á þessa leið: „Bobbe, er kvdunngur,
sem fínnst i skierium vid Siö“. Jón Ólafsson fór síðar yfir þennan lista
og bætti við athugasemdum og bar saman við orðalista sem hann hafði
undir höndum um austfirsk orð og merkti sérstaklega ef orðin vom
þekkt af Austfjörðum líka. Engar slíkar merkingar er að fínna við
orðið bobbi (sjá Jón Helgason 1960:273). Ekki er því loku fyrir það
skotið að bobbi hafí hugsanlega verið almennara orð á Suðausturlandi
fyrir stórkuðunga, sem Jón nefnir sem svo, en annars staðar og hann
hafi því nokkuð til síns máls. Ekki finnast þó vísbendingar í öðmm
heimildum sem benda í þessa átt.
durnir Búrhval, sem líka er nefndur búri, er lýst stuttlega í Fiska-
frœðinni. Aftan við lýsinguna er hnýtt eftirfarandi klausu um annað og
staðbundið heiti á hvalnum: „Dumir kalla ísfirskir annað hvalakyn en