Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2008, Page 192
190
Þóra Björk Hjartardóttir
hann sér ástæðu til að gera afbrigðinu lönguskalm hærra undir höfði.
ÞÞ geymir einn seðil um lönguskáld í merkingunni ‘lönguhrogn’ og er
hann merktur Vestmannaeyjum.
Bl hefur skáld í þessari merkingu, ‘Rognene af lange’ en segir
ekkert um notkun orðsins. Útbreiðslu er hins vegar getið við orðið
lönguskálm í sömu merkingu sem sagt er vera sunnlenskt orð. Orðið
skáld í fyrrgreindri merkingu er að frnna í báðum útgáfum ÍO 1983 og
2007 og einnig í ÁBIM en í engri þeirri er getið útbreiðslu. ÁBIM
segir elstu heimildir um skáld í þessari merkingu vera frá 19. öld seni
vart fær staðist, sbr. það sem hér hefur verið rakið, og telur merk-
inguna komna úr orðaleik, líklega gátum, og bendir í því sambandi á
tvíræða merkingu orðsins greppur sem ‘skáld’ og ‘hrognabrók’.
Af framangreindu má ljóst vera að orðið (löngu)skáld í merking-
unni ‘hrogn úr löngu’ hefúr verið þekkt á Suðurlandi sem styður orð
Jóns. Nú mætti auðvitað segja að ekki sé undarlegt að heimildir uni
orðið séu einkum tengdar Suðurlandi þar sem fiskurinn langa er mun
tíðari við sunnanvert landið en norðan- og austanvert og hefur löng-
um mikið veiðst af löngu við suðurströndina, einkanlega við Vest-
mannaeyjar og undan EyjaQöllum (sbr. Karl Gunnarsson o.fl. 1998:
196; Bjama Sæmundsson 1926:268-269; Lúðvík Kristjánsson 1980-
1986, 3:303). Það breytir því hins vegar ekki að engar ömggar heim-
ildir eru um nýmerkingu orðsins skálds fyrir ‘hrogn’ sem almennt
orðafar og flest bendir til þess að sú merking hafí verið bundin við
Suðurland.
í JÓOrð er orðið (löngu)skáld tengt orðinu (löngu)skálm og leggur
Jón þau beinlínis að jöfnu sem samheiti eða tvö afbrigði sama orðs. Af
orðabókum má ráða að blæbrigðamunur er á merkingu þessara tveggj3
orða. Orðið skáld á við hrogn almennt en skálm er ‘annar helmingur-
inn af hrogni, hálft hrogn’, sbr. almenna merkingu orðsins skálm, eins
og í buxnaskálm (sjá ÍO 2007). Mörg dæmi em um skálm í hrogna-
merkingunni í RM en engar vísbendingar eru um staðbundna notkun
þess. Ekki er heldur hægt að fullyrða neitt um það af dæmum í TM,
sem em þó nokkur, þótt þau séu reyndar flest af Suður- og Vesturlandi
því einnig em þar dæmi af Austurlandi og norðvestanverðu landinu-
Engar upplýsingar em heldur um mállýskubundna notkun orðsins