Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2008, Blaðsíða 193
Staðbundin heiti á sjávardýrum í Fiskafræði Jóns Ólafssonar 191
skálm í orðabókum. Einu vísbendingar þess efnis er fyrmefnd athuga-
semd í B1 um lönguskálm sem merkt er sem sunnlenskt orð.
Orðið skálm má því teljast almennt orð um helming af hrogni þótt
ráða megi af dæmafjölda og í RM og TM að algengari orð sömu
merkingar séu hrognabrók, hrognabrækur og hrognabuxur. E.t.v.
hefur skálm þó verið útbreiddara á Suðurlandi en hin orðin, eða
öfugt að það hafi verið notað mun minna en önnur orð sömu merk-
ingar utan Suðurlands eins og tveir heimildamenn TM greina frá.
Annar þeirra frá Homafirði segir: „Hér er algengt að tala um hrogna-
brók en sjaldan talað um skálmar“ og haft er eftir manni úr Suður-
Múlasýslu að „Hrognabrækur [sé] mjög algengt, en aldrei ... talað
um skálm“.
maurungur Maurungur er flokkaður með hinum ætu silungategund-
um í kaflanum um vatnsfiska í Fiskafrœðinni og er honum lýst svo:
,Maurungur er í vatni í Ólafsfírði, að öllu sem lítill þorskur. í Mývatni
eða öðm vatni nærri Möðruvöllum í Eyjafirði geta sumir til, og þó
með lítilli vissu, að hann muni ei ólíkur makríl, heldur en carper. Við
Saurbæ segja menn sé vatn og þar í silungar, svartir að lit, litlir, jafn-
stórir“ (bls. 66). Á maurung er einnig minnst í lýsingu á silungsveiði
við Mývatn: „Við Mývatn í Þingeyjarþingi er einhver sú besta sil-
ungsveiði á íslandi. Þar fæst silungur á stærð við lax og yfrið feitur.
bar nefna menn þessi silungakyn: birtingur, bleikja, hængur, maur-
ungur, riðgála, urriði og máske fleiri sem eg þekki ekki.“ Þar kemur
einnig fram að maurung hafí Jón hvergi heyrt getið um nema af
Norðurlandi: „Maumnginn veit eg ei annars staðar nefndan en þar
fyrir norðan“ (bls. 64). UmQöllunin sýnir að fískinn maumng þekkir
Jón ekki nema af afspum enda bætir hann í dönsku gerðinni við
orðunum „og kiænder ham icke“ (bls. 45) aftan við vitnisburð sinn um
að tegundin sé aðeins þekkt á Norðurlandi.
Ljóst er að Jón telur maumng vera silung, þótt hann geti þess að
hann minni á þorsk, og eiga heimkynni hans í vötnum eflaust sinn þátt
1 því. Reyndar má sjá nokkra óvissu í tegundargreiningu maurungs,
sem þorsks eða silungs, í færslum Jóns í orðabókinni (JÓOrð) því þar
stendur: „Species truttæ rarior. x x er ad óllu leite sem litell þorskur