Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2008, Page 194
192
Þóra Björk Hjartardóttir
... bæde ad lit, vexte og Smeck.“ Og á öðrum stað: „qui qvasi interme-
dius est inter truttam et asellum capitur in lacu, qvæ est in sinu
Olafsfirdi. er einasta asellus parvus (lijtell þorskur)“. Þar er þess og
getið að hann sé „hverge á Islande, nema i Olafs firde“ og Mývatn
hvergi nefnt. í orðasafni Hallgríms Schevings (Lbs. 220 4to) er maur-
ungur talinn upp með margvíslegum silungaheitum. í lista um fugla-
og fískanöfn sem Páll Pálsson stúdent (1806-1877) tók saman upp úr
fáeinum 18. aldar ritum (Ferðabók Eggerts Olafssonar 1752-1757,
Náttúruriti Nicolai Mohrs 1786 og riti Ólafs Ólafssonar Olaviusar
1781; sjá Lbs. 309 4to, 9r) er maurungur skýrður sem ‘þyrsklingr’ og
þess getið að hann sé í Ólafsfjarðarvatni.
Orðabækur ÁBIM og ÍO 1983 og 2007 gefa einnig tvær merkingar-
skýringar: ‘lítill þorskur’ og ‘silungsafbrigði’ og er síðari merkingin
sögð sjaldgæft mál í útgáfum ÍO. Ekkert kemur þar hins vegar fram ura
staðbundna útbreiðslu tegundarinnar og þar með heitisins maurungs. Bl
skýrir maurung aðeins sem þorsk sem veiðist í vötnum við sjó og vísar
til umfjöllunar Bjama Sæmundssonar (1926) og Þorvaldar Thoroddsen
í Ferðabók sinni (1913-1915) sem hefur lýsingar á maurung beint úr
Fiskafræðinni. í handbókum um íslenska fiska er maurungur ætíð skil-
greindur sem þorskur og talinn upp með öðmm heitum sem þorskinum
hafa verið gefín (sjá t.d. Gunnar Jónsson 1992:273).
Þar sem fiskafbrigði þetta fyrirfannst6 einungis á afmörkuðu land-
svæði norðanlands er orðið maurungur aðeins mállýskubundið orð í
víðari skilningi þess (sbr. 3. kafla) þar sem tegundin sem orðið á við er
ekki þekkt annars staðar frá. Dæmin sem fundust um orðið í RM og TM
vom eins og við var að búast langflest tengd Ólafsfirði og Fljótum. Eitt
dæmi mátti rekja til Stranda þar sem heimildin er sóknarlýsing Kald-
rananessóknar í Strandasýslu rituð 1840 (sjá Sigurð Gíslason 1952:
246). Þar segir að almenn sögn sé að í Kaldbaksvatni hafi veiðst maur-
6 Af heimildum má ráða að maurung sé ekki lengur að finna í Ólafsfjarðarvatni,
sbr. Bjama Sæmundsson (1926:221) sem segir að „í Ólafsfjarðarvatni ... [hafi lifað]
fyr á tímum bæði þyrsklingur, sem nefndist maurungur og aðrir smáir sjófiskar, svo
sem koli, síld o.fl., að staðaldri". Bjami getur þess að maumngurinn sé nú alveg horf-
inn og einnig úr Miklavatni í Fljótum þar sem hann hafi lifað líka enda aðstæður
svipaðar og í Ólafsfjarðarvatni.