Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2008, Síða 195
Staðbundin heiti á sjávardýrum í Fiskafræði Jóns Ólafssonar 193
ungur og silungur „en nú ei nema hið síðara“ sem er vísbending um að
afbrigði þetta hafi verið útbreiddara fyrr og heitið þar með einnig.
reyóur í Fiskafrœðinni er sjóreyði lýst tvisvar (bls. 42 og 65) og á
lýsingin greinilega við þá gerð silungs sem almennt er nú nefnd sjó-
birtingur, þ.e. silung sem gengur í sjó og veiðist gjaman í árósum og
sjávarlónum. Ekkert kemur fram um staðbundna notkun þessa sil-
ungaheitis. Þess er hins vegar getið í umfjöllun um reyði, sem sögð er
nefnd svo við Mývatn.7 Reyður er greind sem undirtegund silungs og
fjallað um hana undir sérstökum lið í kaflanum um hinar ætu silunga-
tegundir, líkt og urriða, bleikju, sjóreyði og fleiri afbrigði. Sá er þó
munurinn að engar lýsingar em á aðgreinandi útliti reyðar eða lífs-
háttum líkt og með önnur silungsafbrigði sem gerð er grein fýrir í
þessum kafla. Jón virðist heldur alls ekki viss um hvemig fiskur þetta
er eða hvort um sérstakt afbrigði sé í raun að ræða því hann segir: „Eg
efa [= veit ekki] hvert hann [þ.e. reyðarsilungur] sé hið sama sem
riðgála eða hafi nafn af því að hann er alrauður á kviðnum“ (bls. 65).
Jón hefur nokkuð til síns máls hér því heimildir benda til þess að
orðið reyður sé gjaman, eða oftar, notað um silung (bleikju) sem hefur
verið verkaður á sérstakan hátt fremur en um sérstaka undirtegund eða
afbrigði. Merkingarskýringuna ‘bleikju’ eða ‘silungsbleikju’ er þó að
fínna í ÍO 1983 og 2007, hjá ÁBIM og einnig í RM eins og t.d. í eft-
irfarandi dæmi sem fengið er úr fiskariti Bjama Sæmundssonar (1926:
366) þar sem reyður er talin upp með öðmm silungaheitum: „Vatna-
bleikja ... Heiti. ísl. bleikja, vatnasilungur, rauðbirtingur, reyður, reyðar-
silungur, depla, murta, blásíli o.fl.“ Hin fjölmörgu heiti endurspegla
þá staðreynd að bleikjan getur verið mjög breytileg í útliti og afbrigði
af henni fjölmörg (sbr. t.d. Karl Gunnarsson o.fl. 1998:148).
Önnur dæmi í heimildum um orðið reyður, og skyldar orðmyndir
{reyði, reyð og að reyða), eiga við bleikju sem afurð tiltekinnar verk-
unar og em þau langflest tengd Mývatnssveit. Einnig em kunn heitin
Mývatnsreyður og saltreyður um það sama. Þessi verkunaraðferð felst
í því að „skera meðfram dálki og aftur að sporði“ og síðan „hengja sil-
Hér er aðeins átt við reyði sem fisktegund en ekki sem hval, sbr. steypireyði.
7