Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2008, Page 198
196
Þóra Björk Hjartardóttir
sinni (JOOrð) að kolkrabbi sé líka kallaður smokkfiskur: „Kol-
krabbi, x x qvi alias appellatur Smokk-fiskr“ en ekkert er þar að fínna
um staðbundna merkingu orðsins. Undir flettunni krabbi er nánari
lýsing á kolkrabba sem svipar til lýsinganna í Fiskafræðinni og þar
kemur einnig fram að kolkrabbi gangi líka undir heitinu smokkfiskur
án nokkurra skýringa frekar: „apellatur alio nomine Smokk-fiskur. þvi
Smockurinn steypiz framm á Höfudet, ...“ Engar vísbendingar um
mállýskuorð er heldur að fínna í orðabókarlýsingu Jóns undir flettunni
smokkfiskur.
ýsuskratti I kafla Fiskafræðinnar sem ber heitið Um aðra hreistur-
fiska sem í djúpi lifa eru nefndar fímm tegundir fiska: langa, ufsi,
steinbítur, ýsa og ýsuskratti. Ýsuskratta er svo lýst: „Ýsusb-atti er
nefndur á Vestfjörðum, líkur að skapnaði og viðlíka stór sem meðal-
ýsa, hreistrið hvítara og smærra sem þynnst skafíð roð, varimar svo
meyrar og maltar sem væm hálffúnar, augun innsokkin og rauð með
rauðsvörtum augnasteinum. Er óætisfískur" (bls. 46). Þetta er ekki
kræsileg lýsing og segir Helgi Hallgrímsson (2007:97) að hugsanlega
sé hér átt við ýsu sem sé vansköpuð á einhvem hátt og e.t.v. albínói.
Enda er ýmiss konar vanskapnaður í útliti ekki svo sjaldgæfur á ýsu
og mun algengari en á þorski t.d. og er hann rakinn til óhagstæðra
umhverfískilyrða og áfalla á fyrstu ævidögum (sjá Karl Gunnarsson
o.fl. 1998:175).
Síðari orðliðurinn -skratti er tíður í samsettum orðum til að ljá
orðum neikvæðan blæ, sbr. mannskratti, klárskratti, svo ekki er loku
fyrir það skotið að hér sé um almennt uppnefni manna á lélegri ýsu
fremur en að um sérstakt afbrigði sé að ræða. Engar aðrar heimildir
er að fínna fyrir því að orðið ýsush-atti fyrir sé bundið við Vestfírði
en eitt dæmi um ýsuskratta er í RM og er það fengið úr íslenskum
sjávarháttum Lúðvíks Kristjánssonar (1980-1986, 4:338) og er það
undir upptalningu á mörgum heitum sem ýsan gengur undir. Dæmi
Lúðvíks reynist vera tekið úr B1 en þar er skýringin á ýsuskratta ‘stór
ýsa’ og segir ekkert um það ófrýnilega útlit sem lýst er í Fiska-
fræðinni.