Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2008, Síða 207
Ritdómar
205
menn ekki á milli forsendnanna og sjálfrar virkninnar. Þannig er oft sett samasem-
merki á milli virkni og tíðni (e. frequency), merkingarlegs samræmis (e. semantic
coherence) og getunnar til þess að mynda ný orð (e. competence). Bauer hafnar slík-
um skilgreiningum í niðurstöðum kaflans en segir að þessir þættir séu frekar forsend-
ur fyrir virkni orðmyndunarferla (sbr. Bauer 2001:32).
Bauer ræðir auk þessa um ýmis svið virkninnar og markatilvik. Er t.d. hægt að
segja að svonefndar spaugmyndanir (e. playful formations, sbr. t.d. Sputnik may be
deadnik) séu dæmi um virka ferla? í lok kaflans fjallar Bauer um muninn á rann-
sóknum á sögulegri og samtímalegri virkni og enn fremur um það hvort og þá hver-
nig notast megi við hugtök Chomskys (1972) um málkunnáttuna (e. competence) og
málbeitinguna (e. performance) til þess að lýsa virkninni. Bauer (2001:29-32)
virðist hins vegar ekki trúaður á að þessi tvískipting Chomskys varpi nokkru ljósi á
eðli virkninnar.
í 3. kafla, Fundamental notions, fjallar Bauer um ýmis hugtök sem hafa að hans
mati verið notuð í stað virknihugtaksins og segir það hafa skapað ákveðinn rugling.
Bauer reynir því að skilja hismið frá kjamanum. Fyrst fjallar hann um muninn á
myndun viðurkenndra orða (e. existing), nýrra og mögulegra orða (e. potential) og
líklegra (e. probable).
Bauer ræðir nokkuð um mismunandi virkni viðskeytingar og samsetningar og
segir í því sambandi frá könnun sem hann gerði á muninum á fjölda samsettra orða
og viðskeyttra annars vegar í dagblaðatextum og hins vegar í The Oxford English
Dictionary (OED). Þar kemur fram að af þeim 168 samsettu orðum sem Bauer fann í
Time Magazine (TM) eru aðeins 67 í OED. Um viðskeyttu orðin gegnir hins vegar
talsvert öðm máli. Af þeim 350 viðskeyttu orðum sem Bauer fann í TM vom aðeins
Þijú sem ekki fúndust í OED. Út frá þessu ályktar Bauer sem svo að litlar líkur séu til
þess að finna ný viðskeytt orð i dagblaðatextum, en mun meiri líkur séu til þess að
fínna ný samsett orð, eða a.m.k. samsett orð sem ekki er að finna í orðabókum. Þetta
segir Bauer að sé vísbending um að samsetningin sem orðmyndunaraðferð sé mun
virkari en viðskeytingin. En þetta styður einnig annað sjónarmið, nefnilega að hægt
sé að fá nokkuð skýra mynd af orðaforða viðskeyttra orða og þar með virkni einstakra
viðskeyta með rannsókn á ritmálinu eingöngu.
Bauer fjallar enn fremur í sérstökum undirköflum um lexíkalíseringu (e. lexica-
Hzation), gagnsæi (e. transparancy) orðmyndunar, ógagnsæi (e. opacity) og reglu-
leika (e. regularity) og hlutverk þessara þátta við að meta virkni. í sérstökum undir-
kafla fjallar hann einnig um traustleika textasafna og nefnir að sérstaklega skuli varast
að leggja mikla áherslu á að nota orðmyndir sem koma t.d. fyrir í ljóðum, í fyrir-
sognum, sem spaugmyndanir, orðmyndir sem eru einkennandi fyrir sérstaka persónu
°g orðmyndir úr tæknitextum ýmiss konar svo eitthvað sé nefnt. Þannig þurfí að
skoða vandlega hverja orðmynd um sig og umhverfi hennar.
I kafla 3.4 ræðir Bauer um tvö tíðnihugtök: svonefnda grunnorðatíðni (e. type
■dequency) og dæmatíðni (e. token frequency). Grunnorðatíðnin mælir fjölda þeirra
°hku grunnorða sem eitt viðskeyti getur tengst og því má að einhverju leyti mæla
Vlrkni tiltekins viðskeytis út frá henni. Þetta hugtak er þó einkum notað í rannsóknum