Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2008, Qupperneq 210
208
Ritdómar
vísanir í önnur mál en ensku eru þýddar, til hagræðis fyrir þá sem ekki eru of vel að
sér t.d. í þýsku og frönsku.
Fyrirbærið virkni er spennandi viðfangsefni, ekki síst vegna þess að það virðist
ekki bara bundið við einstaka hluta málkerfisins, svo sem orðmyndunarhlutann, held-
ur má einnig nota það til þess að útskýra ýmislegt í hljóðkerfisfræði, setningafræði og
jafnvel merkingarfræði. Og það er hægt að taka undir það sem Bauer (2001:223) held-
ur fram í lokaorðum bókar sinnar að málfræðikenningar almennt þurft að taka tillit til
virkninnar:
Linguistic theory should not simply ignore morphological productivity as an
uncomfortable epiphenomenon of something not yet understood, but take it seri-
ously as a crucial part of the way language works, and confront the issues that
productivity raises.
Nákvæmlega þessu atriði finnst mér Bauer miðla af mikilli kunnáttu og öryggi og eftir
lestur ritsins hefur maður mun betri tilfinningu fyrir fyrirbærinu en áður. Segja má að
Morphological Productivity sé ein af fáum alvarlegum tilraunum til þess að skýra og
skilgreina fyrirbærið virkni og fyrir það á Bauer skilið hrós. í öllum aðalatriðum tekst
honum vel upp. Er þá til nokkurs unnið.
HEIMI LDIR
Aronoff, Mark, og Frank Anshen. 1998. Morphology and the Lexicon: Lexicalization
and Productivity. Andrew Spencer og Amold M. Zwicky (ritstj.): Handbook of
Morphology, bls. 237-247. Blackwell, Oxford.
Aronoff, Mark. 1976. Word Formation in Generative Grammar. MIT Press, Cam-
bridge, Massachusetts.
Bauer, Laurie. 1983. English Word-formation. Cambridge University Press, Cam-
bridge.
Bauer, Laurie. 1988. Introducing Linguistic Morphology. Edinburgh University Press,
Edinburgh.
Bauer, Laurie. 2001. Morphological Productivity. Cambridge University Press, Cam-
bridge.
Chomsky, Noam. 1972. Language andMind. Harcourt Brace Jovanovich, New York.
Haspelmath, Martin. 2002. Understanding Morphology. Bemard Comrie og Greville
Corbett (ritstj.): Understanding Language Series. Amold, London.
Jóhanna Barðdal. 2001. Case in Icelandic - A Synchronic, Diachronic and Com-
parative Approach. Lundastudier i Nordisk sprákvetenskap A 57. Department of
Scandinavian Languages, Lund.
Katamba, Francis. 1993. Morphology. The Macmillan Press Ltd., London.
Plag, Ingo. 1999. Morphological Productivity: Structural Constraints on English
Derivation. Mouton de Gruyter, Berlin.