Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2008, Page 213
Ritfregnir
Bók um málfræðikenningar og málbreytingar
Grammatical Change and Linguistic Theory. The Rosendal Papers. Ritstjóri
Þórhallur Eyþórsson. Linguistik Aktuell/Linguistics Today (LA). John Benja-
mins, Amsterdam, 2008. 441 bls.
Þetta greinasafn á rót sína að rekja til samnefndrar ráðstefnu eða vinnufundar (e. sym-
posium) sem fór fram í Rosendal í Noregi 31. maí til 4. júní 2005 og tengdrar ráð-
stefnu um sama efni sem var haldin í Lysebu í Noregi 2.-5. desember 2005. Norski
málfræðingurinn Jan Terje Faarlund skipulagði þessar ráðstefnur á vegum rannsókna-
hóps sem hann stýrði 2004-2005 og tengdist Centre for Advanced Studies við norsku
vísindaakademíuna í Osló (Norwegian Academy of Science and Letters). Þátttakendur
í rannsóknahópnum fluttu fyrirlestra á þessum ráðstefnum og auk þeirra um 15 aðrir
fræðimenn. Fyrirlestramir rötuðu nú ekki allir inn i bókina í greinarformi, en alls eru
15 greinar í henni, auk inngangs eftir ritstjórann.
Meginþema greinanna er sjálfsprottnar málbreytingar, þ.e. málbreytingar sem verða
ekki fyrir áhrif frá öðmm málum eða mállýskum. Breytingar af því tagi hafa löngum
vakið áhuga fræðimanna og margar kenningar hafa verið settar fram til að skýra þær.
Ritstjóri skiptir viðfangsefnum greinarhöfunda í efnisflokka. Fyrst telur hann það sem
hefur verið kallað málfræðing á íslensku (e. grammaticalization), en með því er í sem
stystu máli átt við það þegar tiltekið orð eða formgerð fær málfræðilegt eða formlegt
hlutverk og missir við það bókstaflega eða upphaflega merkingu sína. Slík þróun
getur t.d. orðið þannig að tiltekið orð verði fyrst að málfræðilegu hjálparorði, síðan að
viðhengi (e. clitic) og loks að viðskeyti. Auk almennrar fræðilegrar umfjöllunar um
þetta fyrirbæri taka sumir greinarhöfundar ákveðin dæmi fyrir, bæði innan setninga-
fræði, orðhlutafræði, merkingarfræði og aðstæðufræði (e. pragmatics). Þá fjalla
nokkrar greinar um setningafræðilegar breytingar og samspil þeirra við breytingar á
beygingum eða orðaforða og loks er fjallað um sérstaklega um breytingar á beyging-
um, orðhlutum og orðum.
Alloft er vísað til íslensku eða til rita um íslensku í greinunum og íslenskt efni er
beinlínis tekið til meðferðar þrem þeirra. Þetta eru greinar Þórhalls Eyþórssonar,
Kjartans Ottossonar og Christers Platzack. Grein Þórhalls nefhist „The New Passive
in Icelandic Really Is a Passive“ og fjallar um formgerðir á borð við Það var barið
mig. Þær Joan Maling og Sigríður Sigurjónsdóttir voru manna fyrstar til að fjalla um
þessa islensku nýjung á fræðilegan hátt (2001), en áður hafði Helgi Skúli Kjartansson