Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2008, Page 218
216
Frá Islenska málfrœðifélaginu
txire in early Germanic" í boði íslenska málfræðifélagsins, Málvís-
indastofnunar Háskóla íslands og Hugvísindadeildar Háskóla Islands.
Koji Irie, dósent við málvísindadeild Kanazawa-háskóla í Japan,
flutti þriðjudaginn 2. september fyrirlesturinn „Transitivity in Modem
Icelandic -V-Reciprocal Verbs“ í boði íslenska málfræðifélagsins og
íslensku- og menningardeildar Háskóla Islands.
Cherlon Ussery, doktorsnemi við University of Masschusetts, flutti
þriðjudaginn 26. september fyrirlesturinn „Case in Syntax, Agreement
in PF?“ á vegum íslenska málfræðifélagsins og Málvísindstofnunar
Háskóla íslands.
Laugardaginn 11. október 2008 stóð félagið ásamt Málvísinda-
stofnun Háskóla íslands fyrir málþingi í minningu Fjölnismannsins
Konráðs Gíslasonar (1808-1891) en í júlí 2008 voru liðin 200 ár frá
fæðingu hans. Málþingið var haldið í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðunn-
ar og var þar jafnframt sýning á vegum Landsbókasafns á bréfum
Konráðs og fomsagnaútgáfum hans. Flutt vom sjö erindi um ýmis efni
tengd ævi og störfum Konráðs: Guðrún Kvaran: „Orðabókarmaðurinn
Konráð Gíslason“, Margrét Jónsdóttir: „Erlend orð um mat og góð-
gæti og annað því tengt í orðabók Konráðs“, Kjartan Ottosson: „Kon-
ráð Gíslason — málfræðingur og hreintungufrömuður", Gunnlaugur
Ingólfsson: „Um stafsetningarhugmyndir Konráðs Gíslasonar“,
Gunnar Karlsson: „Þjóðemishyggja og stafsetningarstefna“, Jörgen
Pind: „Kaupmannahöfn og Hafnarháskóli á tímum Konráðs Gísla-
sonar“, Sverrir Tómasson: „Frá upphafi íslenskrar textafræði: útgáfúr
Konráðs Gíslasonar á íslenskum fomritum“. Ríkisútvarpið tók erind-
in upp og útvarpaði í þættinum / heyranda hljóði á Rás 1 í desember.
Laugardaginn 8. nóvember gekkst félagið íyrir ráðstefhu um tal- og
málmein í samvinnu við Félag talkennara og talmeinafræðinga,
Málvísindastofnun Háskóla íslands og Heymar- og talmeinastöð ís-
lands. Ráðstefnan var haldin í hringstofúnni í Háskólatorgi Háskóla
íslands og vom þar flutt tíu erindi: Rannveig Sverrisdóttir: „Táknmál -
raddmál: Ólíkar aðferðir í rannsóknum á málþroska“, Valgerður
Stefánsdóttir: „Staða íslenska táknmálsins sem móðurmáls“, Valdís
Jónsdóttir: „Er hlustun lærð og nærð?“, Þóra Másdóttir: „Innstöðuhljóð
- Athugun á framburði bama“, Jóhanna Einarsdóttir: „Hefur tungu-