Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2008, Page 219
217
Frá Islenska málfrœðifélaginu
málið áhrif á greiningu á stami?“, Sigríður Sigurjónsdóttir: „Frávik í
máli bama og málbreytingar“, Ingibjörg Símonardóttir: „Málþroski lít-
illa fyrirbura“, Elín Þöll Þórðardóttir: „Málfræðivillur og málþroska-
röskun - hver eru tengslin?“, Flólmfríður Ámadóttir: „Alvarleg mál-
þroskaröskun ungra bama og viðbrögð við henni“, Ásthildur Bj. Snorra-
dóttir: „Málörvun við upphaf skólgöngu skilgreind út frá þörfum bams-
ins“.
Fyrirlestur Helgu Hilmisdóttur, lektors við Háskólann í Helsinki,
var auglýstur mánudaginn 12. janúar 2009, en honum varð að fresta
vegna veikinda fyrirlesarans. Til stendur að Helga haldi fyrirlesturinn
næst þegar hún verður stödd hér á landi.
23. Rask-ráðstefnan um íslenskt mál og almenna málfræði verður
að venju haldin síðasta laugardag í janúar (31. janúar næstkomandi).
Þátttaka í þessari árlegu ráðstefnu hefur aukist mjög undanfarin ár og
að þessu sinni komust færri fyrirlesarar að en vildu.
Bjarki M Karlsson og Anna Lea Friðriksdóttir hafa tekið að sér að
endurbæta og auka við Málfræðiorðasafn félagsins sem vistað í er
orðabanka Stofnunar Áma Magnússonar í íslenskum fræðum á vefnum
http://www.amastofhun.is en er einnig aðgengilegt af vef íslenska mál-
fræðifélagsins, http://www.imf.hi.is [nú http://www.málfræði.is].
Árið 2009 fagnar íslenska málfræðifélagið þijátíu ára affnæli. í til-
efni af því fékk stjóm félagsins Steinbjöm Logason, grafískan hönnuð,
til að gera tillögur að merki félagsins. Stjómin hefur valið eina af til-
lögunum til kynningar á aðalfundi 21. janúar 2009.
Höskuldur Þráinsson og Haraldur Bemharðsson em ritstjórar tíma-
ritsins Islenskt mál og almenn málfrœði. 28. árgangur kom út í febrúar
og 29. árgangur í október. Umbrot 30. árgangs er hafið og ætti hann að
geta farið í dreifingu í febrúar eða mars.
Landsbanki íslands er viðskiptabanki félagsins. Eignir þess em á
sparisjóðsbók þar en skertust ekki þegar bankinn komst í þrot í októ-
berbyrjun 2008. Hrun íslenska bankakerfísins hefur þó torveldað nokk-
uð innheimtu áskriftartekna erlendis en vonir standa til að úr rætist
fljótlega.
Haraldur Bernharðsson, formaður.