Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2008, Page 222
Nokkur rit Málvísindastofnunar
Björn K. Þórólfsson
Um íslenskar orðmyndir á 14. og 15. öld
Þessi bók, sem kom fyrst út árið 1925, hefúr reynst ómetanleg handbók um ís-
lenska málsögu, einkum beygingarfræði.
Halldór Halldórsson
Old Icelandic heiti in Modern Icelandic
Þessi bók fjallar um notkun fomra heita úr skáldskap (t.d.jór og jöfur) í síðara
máli. Með ítarlegri könnun á heimildum grefst höfundur fyrir urn notkun heit-
anna í eldra og yngra máli. Mörg þessara orða hafa lengi verið hluti af málinu,
einkum skáldamáli, en einnig hafa sum þeirra orðið hluti af daglegu máli. Önn-
ur hafa verið tekin upp í nútímamálið, stundum í nýrri merkingu, svo sem orðið
mengi. En ekki síst hafa mörg fom heiti verið notuð í samsettum nýyrðum, svo
sem auðjöfur og byltingarseggur. Fróðleg og traust bók fýrir þá sem hafa áhuga
á sögu íslenska orðaforðans.
Halldór Á. Sigurðsson
Verbal Syntax and Case in Icelandic
I bókinni er íjallað um tengsl fallmörkunar og setningarlegrar formgerðar í anda
málkunnáttufræði.
Helgi Guðmundsson
The Pronominal Dual in Icelandic
I þessari bók er fjallað um notkun, þróun og loks hvarf tvítölu í íslensku. Einnig
er vikið að tvítölu í skyldum málum.
Jakob Jóh. Smári
Islenzk setningafræði
Þessi bók er skrifuð í anda „klassískrar“ eða hefðbundinnar setningafræði. Bók-
in geymir mikinn fróðleik um íslenska setningafræði, bæði vegna þess að höf-
undur hefur safnað fjölda dæma úr íslensku máli og einnig vegna þess að hann
hefur haft glöggt auga fyrir því hvað væri athyglisvert og forvitnilegt í setninga-
fræði málsins.
Hreinn Benediktsson
The First Grammatical Treatise
Þessi bók hefur að geyma Fyrstu málfræðiritgerðina ásamt enskri þýðingu. Þá
gerir Hreinn grein fyrir ritgerðinni, handritum sem hana geyma, aldri hennar,