Reykvíkingur - 16.05.1928, Side 7

Reykvíkingur - 16.05.1928, Side 7
IÍEYKVÍKINGUR 7 Dauðahegning og danskt smjör. Jellícoe aðmíráll, sem var aðalflotaforingi Breta í ófriðn- um mikla, sagði nýlega í ræðu, sem hann hélt, að Englending- ar ætlu að kaupa landbúnað- arafurðir frá nýlendum sínum, frekar en frá Danmörku, og að pað ætti að skjóta hvern þann Englending, sem frekar keypti danskt smjör, en smjör frá Nýia-Sjálandi eða Ástralíu. Amerísk spakmæli. — Mörg dýr geta hlegið, og margir menn gefa þeim ástæðu til þess. — Kínverskur herforingi hef- ur bannað hermönnum sínum að giftast fyr en að stríðinu væri lokið. Hann álítur auð- sjáanlega nóg fyrir hermennina að vera í einu stríði i einu. — það er sagt að dauðir laxar vaxi mjög hratt í munni þeirra er veiddu þá. — Margir tala um hve vont sé að verða gamall, en hversu mikið verra væri ekki að tæð- ast gamall og vitur, en verða yngri og yngri, þangað til íslenzkur tannlæknir Haraldur Sigurðsson í Kaupmannahöfn öslerbrogade 36. Talsími Öbro 637. Geymið auglýsinguna í buddunni. maður yrói að ómálga hvít- voðungi? — Vísindamaður einn segir að stúlkubörn þrefaldi þunga sinn fyrsta árið sem þær lifa. Hann hefði gelað bætf við, að þegar þær séu ferlugar, séu þær vanalega að reyna að gera sig helmingi léttari en þær eru- — Það er sagt að nú sé háð „heilagt" strið í Arabíu- „Heil- ög“ stríð eru viðlíka heilög og borgarastríð eru borgaraleg. Rafmagns-dauödagi- Amerískur verkfræðingur varð fyrir rafmagnsstraumi er var 35 þús. volt. Var hann þegar fluttur á spítala og gerðar á honum lífg- unartilraunir. Tókust pær, og skýrði hann frá, að hann hafi ekkert fund- ið til undan straumnum, og fyndi heldúr ekki til. En rneðan hann var að segja læknunum petta, datt hann skyndilega útaf og var and- aður.

x

Reykvíkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/854

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.