Reykvíkingur - 16.05.1928, Page 20

Reykvíkingur - 16.05.1928, Page 20
20 REYKVIKINGUR að hún mundi gefa skýringu undir eins og hún væri fær um það. Hann sá nú að hún mundi ekki vera nema tuttugu og fknm til sex ára. Hann tók líka eftir því, að auigasteinar hennar voru mjög litlir, og að hrukkur voru á neðra augnaloki, og að lokkar — ekki gráir, heldur drifhvítir, voru í hinu brúna hári hennar. Og loks tók hann eftir f>ví, að pað vér eins og pað leyndiist gulur litur bak við föla andlits- litinn hennar. Hann hafði óljósa hugmynd um að hún væri fáklædd, undir loð- feldinum, og þegar hann ieit nið- ur á fætur hennar, lá við að hann ræki upp undrunaróp. Öklar og mjóaleggir voru berir. Svo fór kvenmaðurinn að tala með skjálfandi röddu og svo lágt, að það heyrðist tæplega til henn- ar. „Herra Leroux,“ sagði hún, „það er mjög hættulegt, já stór- hættulegt fyrir mig, að fara þetth til' yfjar i kvöld. En það' sem ég parf að biðja yður um, já grátbæni yður um, viljið þér ... viljið---- Undan loðjfeldinum komu nú berir handleggir, og hún greip um háls sér og brjóst eins og hún ætlaði að kafna. Leroux stökk upp Qg ætlaöti að hjálpa henni, en aðsvifið var ])á liðið hjá, og hún reyndi að brosa, er hún bandaði honum frá sér. „Mér líður betur,“ sagði hún, en skalf öll og nötraði. „Drekkið þetta," hrópaði Le- roux og rétti henni vínglas. Hún drakk það og handleggir hennar féllu máttlausir niðNr, en hún valt útaf meðyitundarlaus í legu- bekknum. 2. kafli. Miðnætti — og herra King. Leroux iá við falli, er hann sá þetta, og hann greip um horndð á skrifborðinu. Hann var enginn stórræðamaður, þó hann, eins og svo margir hans likar, hældi sér óft af snarræði, sem hann ekki átti tiil. Markin Zeda, vísindamanninuim í ötllu, er kom glæpum við, sem var höfuðpersónan í sögumú, sem hann var að rita, hefði ekki orðið hverft við að lenda í slíku sem þessu, en maöurinn, sem búið hafði Markin Zedg til, varð sem steini lostinn af þessu, og vissi hvorki upp né niður. Loks rank- aði hann svo miikið við sér, afc honum gat dottið í hug læknir- inn á hæðimni fyrjr ofan. „Doktor Kumberiy," sagði hann við sjáilfan sig, „ég vona að þam- ingjan gefi að ihanin sé heimai"

x

Reykvíkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/854

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.