Reykvíkingur - 16.05.1928, Side 32
R E Y K V 1 K I N G U R
32
„Veistu Jónki að í Ameríku er
kona, sem er yo ára og hefur
eignast tvíbura11.
„Ertu með dellu?“
„Nei, hún eignaðist pá fyrir
60 árum“.
Faðirinn (fokvondur). Ég skal
svei mér kenna yður að kyssa hana
dóttur mína.
Pilturinn: Þakka yður fyrir, en
nú er ég útlærður.
Dómarinn: „Eruð pér giftar?
Konan: „Já tvisvar11.
Dómarinn: „Aldur?“
Konan: „24 ára“.
Dómarinn: „Einnig tvisvar?“
Hinn hamingjusami eiginmaður
sendi svohljóðandi símskeyti til
tengdaforeldrasinna: „Guðrún het-
ur eignast tvíbura.^Vellíðan. Meira
á morgun.“
Ljósmyndarinn: Myndin mundi
verða eðlilegri, ef erfinginn legði
hendina á öxlina á yður.
Faðirinn: Það væri eðlilegra el
hann hetði hendina í vestisvasa
mínum.
„Konan mín er flúin með bif-
reiðarstjóranum, sem var hjá okk-
ur“.
„Nú, |)að er bara svona! Ég
hef altaf ætlað að ráða til mín
bilreiðarstjóra, og ég held að ég
dragi það nú ekki lengur".
Nonni: Mamma, það át strákur
páskaeggið, sem pú galst mér áðan.
Mamma Nonna: Það gerir ekk-
ert til drengur minn, pú mátt taka
hitt eggið. En hvaða strákur var
pað ?
Nonni (um leið og hann vind-
ur sér út með eggið): Það var
ég, mamma!
Jón: Konan mín hefur pann
slæma ósið að vaka langt fram á
nótt.
Magnús: Hvað er hún að gera
á fótum svo lengi?
Jón: Hún er að bíða eftir að
ég komi heim.
Frúin: Þvoðuð pér silunginn
Guðríður, áður en pér létuð hann
í pottinn?
Vinnukonan: Nei, pað gcrði ég
ekki. Hvað átti ég að fara að
pvo hann, sem alla sína æfi hefur
verið í vatni?
Læknirinn: Ég er búinn að
skrifa upp hér pað sem pér megið
neyta: Égg, grænmeti, dálítið af
öli . . . .
Sjúklingurinn: Bara að öl standi
á seðlinum, pá er mér sama um
hitt. *•
Hólaprentsmlðjan 1928,