Vera - 01.11.1982, Page 7
"'V,
Af hverju....
„Eg verð óttaslegin og hrædd við
tilhugsunina um nauðgun", sagði
13 ára stúlka, sem ég átti tal við um
daginn. Hún er örugglega ekki ein
um óttatilfinninguna. Allar konur
þekkja hræðsluna við að lenda í
þeirri aðstöðu að karlmaður beiti
líkamlegum yfirburðum til að kúga/
þvinga þær til samfara.
Konan er vöruð við þessari hættu
strax sem lítið barn og er á varö-
bergi gagnvart henni allt sitt líf.
Kona forðast aö vera ein á ferli um
nriðjar nætur, hún hleypir ekki
ókunnugum manni inn til sín o.s.frv.
Tortryggnin og hræðslan eru stöð-
ugur förunautur kvenna og ekki aö
ástæöulausu.
Pví hvaða afleiðingar hefur það
fyrir konu, þegar karlmaður leitar á
hana gegn vilja hennar og/eða
nauðgar henni? Þær eru óteljandi;
konan telur sig vanvirta, hún týnir
trausti sínu á manneskjunni og um-
hverfinu. Sjálfstæði hennar og
sjálfsöryggi verður stórlega skert.
Hún verður hjálparþurfi og full
minnimáttarkenndar.
Umræður um nauðganir og af-
leiðingar þeirra hafa ekki verið telj-
andi hér á landi. Nauðganir hafa
veriö feimnismál, sem þagað er yfir
eða pískrað um í hornum. í nokkur
ár hefur verið á kreiki sá orðrómur,
að karlmenn bjóði unglingsstúlkum
far heim úr miðbæ Reykjavíkur til
þess að leita á þær. Þessi orðrómur
hefur verið staðfestur í nokkrum
tilvikum, en lítið að gert. (Sbr. við-
talið við Laufeyju í þessu blaði.)
Guðrún Jónsdóttir, borgarfulltrúi
Kvennaframboðsins tók þetta mál
til umræðu í félagsmálaráði og varð
niðurstaða þeirra umræðna m.a. sú
að fela útideildinni að gera könnun
á því hvernig unglingar kænrust
hcim á kvöldin eftir að strætisvagn-
ar eru hættir að ganga. Niðurstöðu
þeirrar könnunar er að vænta inn-
an tíðar.
Reynsla stelpnanna
Nýverið átti undirrituð tal við
tvær unglingsstelpur, sem nýlega
eru komnar á kynþroskaskeið, um
þessi mál. Þessar stúlkur eru báðar
oft seint úti á kvöldin einsoggengur
og einar af mörgum, sem „húkka“
sér stundum far heim af ,,planinu“ á
kvöldin. Ég spurði þær fyrst hvernig
þær kæmust annars heim eftir að
strætó er hættur að aka.
Önnur þeirra sagðist alltaf taka
leigubíl, því mamma sín hefði alveg
bannað sér að húkka far. Hin sagð-
ist olt sníkja far og oft með ókunnug-
um karlmönnum. Hún sagðist hafa
lent í því nokkrum sinnum að þessir
karlar hefðu reynt að gera sér dælt
við hana:
„Einu sinni lenti ég í því að ein-
hver karl lofaði að keyra mig heim,
en í staðinn fyrir að aka þangað,
keyrði hann niður í fjöru og byrjaði
að káfa á mér, ég varð alveg ofsa-
lega hrædd og tókst að komast út úr
bílnum og hlaupa í burtu.“ I annað
skipti, hélt hún áfram „bauðst eldri
karlmaður til að gefa mér brennivín
fyrir samfarir, maður er alltaf að
lenda í einhverjum svona körlum og
alltaf hræddur við að lenda í ein-
hverju veseni.“
Bara móðursýki?
„Ég hef ekki kært þessa menn,
það þýðir ekkert, löggan myndi
ekki trúa mér, telja þetta bara móð-
ursýki og vitleysu í mér. Lögreglan
segði mér líklega að fara heim að
sofa og vera ekki að þvælast úti um
miðjar nætur, ,ég hef slæma reynslu
af löggunni.“
Báðum viðmælendum mínum
fannst þó rétt að kæra og að það
væri skylda lögreglunnar að rann-
saka öll svona ntál mjög gaumgæfi-
lega, því stelpur staðhæfi ekki svona
hluti út í bláinn. Ég spyr þær hvort
þær haldi að það sé rétt sem sagt er,
að karlar keyri um miðbæinn í því
eina erindi að krækja sér í stelpu?
,,Jahá“ segja þær báðar, „og
maður veit alveg hverjir nokkrir
þeirra eru, en það þorir enginn að
kæra þá, því það er eitthvað svo
skammarlegt að lenda í þessu og
eins og það sé manni sjálfum að
kenna. Maður þarf víst að tor-
tryggja alla.“
„Þeir reyna alltaf
að komast sem lengst...“
„Það er t.d. sagt, að maður eigi
að vita það sjálfur að vera ekki að
þvælast með ókunnugum mönn-
um.“
„En einhvern veginn er það
þannig með stráka og karla, að þeir
reyna alltaf að komast sem lengst,
þegar maður er með þeirn og við
stelpurnar erum alltaf að verja okk-
ur, banna þeim að káfa á brjóst-
unum, banna þeim hitt og banna
þeim þetta. Þeir vilja bara komast
yfir mann og svo er allt búið. Viö
stjórnum alveg örugglega ekki ferð-
inni í kynferðislegu samneyti okkar
við strákana. En þetta á ekki að
vera svona, — við vitum ekki af
hverju þetta er svona, auövitað ætt-
um við stelpurnar að ráða ferðinni
jafnt og þeir. Okkur finnst sjálfsagt,
að konur fái það sama út úr samför-
um og karlar, en yfirleitt höldum
við að karlar hugsi bara um það að
fá fullnægingu fyrir sig og svo er allt
búið.“
„Nei, við getum ekki rætt þessi
mál við strákana, sem við þekkjum,
kannski pínulítið þegar maður er
búinn að fá sér í glas. En við ræðum
þessi mál og reynslu okkar við vin-
konur okkar.“
Stclpurnarsegjaaðflestar 13-14
ára hafi einhverja reynslu og að
stelpurnar séu alltaf að verða yngri
og yngri, þegar þær hafa samfarir.
„En við vitum ferlega lítið um þessi
mál, maður lærir aðallega af eldri
vinkonum og á götunni, það er svo
lítil fræðsla í skólunum."
„Nauðgun — ég fyllist viðbjóði
við tilhugsunina" segja þær báðar
og fleiri upphrópanir fylgja: ógeð,
saurugt. . . Þær halda báðar að það
sé miklu meira um nauðganir á
stelpum en um sé vitað, en of marg-
ar þori ekki að kæra, „það er eitt-
hvað svo mikið mál og svo mikil
skömm".
„Mömntu vinkonu minnar var
nauðgað og hún er stöðugt hrædd
um stelpuna sína, bannar henni að
vera úti á kvöldin og er alltaf að
segja henni að karlmenn séu hættu-
legir. Við skiljum ekkiaf hverju lífið
er svona, það er eins og við þurfum
alltaf að vera að passa okkur á öllu,
alltaf, alltaf..“
Snjólaug
P