Vera - 01.11.1982, Page 12

Vera - 01.11.1982, Page 12
Lögin og Tímabært að endurmeta viðhorf til nauðgana Nauðgun er meðal al- varlegustu afbrota sem lýst eru refsiverð í íslensk- um hegningarlögum. Þetta afbrot á það sam- merkt með manndrápi og meiri háttar líkamsmeið- ingum að það getur varðað ævilöngu fangelsi. Nauðgun telst til svo- kallaðra skírlífisbrota, sem í seinni tíð eru einnig nefnd kynferðisbrot og er um þau fjallað í 22. kafla hegningarlaganna frá 1940. Fimm ákvæði þessa kafla eru sett til vemdar kynfrelsi kvenna og er nauðgunarákvæðið, 194. grein, meðal þeirra, en önnur ákvæði kaflans miða að því að vernda kynferðislíf barna og ungi- inga, koma í veg fyrir að menn geri sér lauslæti annarra að tekjulind, vernda blygðunartilfinn- ingar og leggja refsingu við athöfnum sem geta valdið almennri hneykslan. Nauðungarákvæðið er kynbundið ákvæði, en það þýðir að einungis karl- menn geta gerst sekir um nauðgun og brotið getur eingöngu beinst gegn kon- um en ekki öfugt. Að þessu leyti hefur afbrotið nauðgun sérstöðu meðal annarra hegningarlaga- brota. Hvað er nauðgun? Þaö telst nauögun ef karlmaöur knýr fram samræði viö konu gegn vilja hennar. Að hann hafi þröngv- aö konunni til holdlegs samræðis með ofbeldi, frelsissviptingu eða meö því aö vekja henni ótta um líf, heilbrigði eða velferö hennar sjálfr- ar eöa náinna vandamanna hennar. — 194.gr. Þá telst það einnig til nauðgunar ef karlmaöur kemst yfir kven- mann" — svo notað sé orðalag lag- anna — með því að svipta hana sjálf- ræði sínu. Þ.e. hann veldur því t.d. með áfcngi, deyfilyfjum eða dá- leiðslu að konan fellur í svefn eða missir meðvitund andstætt vilja sín- um, og það ástand notfærir hann sér í kynferðislegum tilgangi. Nauðgunarákvæðið hefur verið túlkað á þá leið að nauögun sé bundin við „venjulcgar" hetero- sexuelar samfarir, sem þvingaðar eru fram gegn vilja konunnar. Ef konu er misboðið kynferðislega á annan hátt á slíkt brot undir annað ákvæöi skírlífsbrotakaflans er heimilar „vægari refsingu að til- tölu“ en 194. gr„ enda þótt slík árás kunni að vera ekki síður alvarleg árás til „venjulegra" samfara, með tilliti til andlegra og líkamlegra þjáninga, ekki síst ef konan er ung

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.