Vera - 01.11.1982, Side 14

Vera - 01.11.1982, Side 14
Annað meginsönnunargagn er Iæknisvottorð, en í öllum tilvikum fer fram læknisrannsókn á konunni. Læknirinn framkvæmir skoðun á kynfærum konunnar, vottar um lík- amlegt ástand hennar að öðru lcyti svo og um andlegt ástand hennar. Önnur sönnunargögn eru niður- stöður vettvangsrannsóknar, fram- burðir vitna ef einhver eru, og svo í sumum tilvikum ljósmyndir, þó að mörgum finnist nokkuð langt vera gengið að stilla konu upp fyrir myndatöku við jafn átakanlegar kringumstæður. En mér skilst að það séu hvorki teknar myndir af kynfærum kvenna eða andliti held- ur aðeins af áverkum annars staðar á líkamanum. Eftir að rannsóknarlögreglan hefur lokið rannsókninni er máliö sent til ríkissaksóknara og sér það embætti um að gefa út ákæru í mál- inu. Síðan er málið tekið fyrir í sakadómi, sem skipaður er einum dómara. Dómarinn leggur mat á þau gögn sem eru þegar fram komin og hann kallar síðan til sín aðila til frekari yfirheyrslu fyrir dómi. Að þessu loknu kveður dómarinn upp dóm í málinu sem áfrýja má til Hæstaréttar. Meðalrefsing ekki há í upphafi þessarar greinar var sagt að nauðgun væri meðal alvar- legustu brota sem lýst væru refsi- verð í íslenzkum hegningarlögum og að skv. 194. gr. geti slíkt afbrot varðað allt að ævilöngu fangelsi. Paö hefur hins vegar aldrei borið við hér á landi að maður hafi verið dæmdur í ævilanga fangelsisvist fyr- ir nauðgun. Þyngsti dómur sem kveðinn hefur veriö upp í nauögun- armáli hljóðaði upp á 10 ára fang- elsi. Að jafnaði er meðalrefsing fyrir nauðgun ekki há. Þó að full þörf sé á hefur ekki verið gerð sér- stök könnun á því hver meðalrefs- ingin er í nauðgunarmálum hér á landi. Til fróðleiks má nefna dóm fráárinu 1979enþarvarkarlmaður fundinn sekur um eina nauðgun og eina tilraun til nauðgunar auk þess sem hann hafði stolið bíl. Við nauðganirnar tók hann konurnar kverkataki til þess að koma fram vilja sínum svo að þeim lá við köfn- un. Þessi maður hlaut tveggja ára og sex mánaða fangelsisdóm. Önnur viðurlög við nauðgunar- broti geta verið svipting erfðaréttar, og aðgerðir til þess að koma í veg fyrir að viðkomandi auki kyn sitt (afkynjanir). Þá er það og viðtekin regla í nauðgunarmálum að konan krefst bóta, bæði miskabóta fyrir sálrænt áfall og svo skaðabóta fyrir t.d. líkamstjón, skemmdir á fatnaði, atvinnumissi o.s.frv. Lokaorð Eg hcf nú reynt að stikla á stóru á nokkrum atriðum sem snerta af- brotið nauðgun. Þau scm áhuga hafa á að kynna sér þessi mál írekar ættu að verða sér úti um 1-2 tbl. Úlfljóts, tímarits laganema frá árinu 19X0 en þessi samantekt mín styðst aö mestu leyti við það rit. Eg rakst fyrir nokkru síðan á þá staðhæfingu í bandarískri bók að lögin væru samansafn af fordómum og tillitsleysi gagnvart konum. Er hægt að heimfæra þessa staðhæf- ingu upp á íslenzk lög? Ég held að við þurfum ekki að velta áður- nefndri staðhæfingu fyrir okkur ýkja lengi til þess að komast að þeirri niðurstöðu að varðandi nauðgunarmál þá er hún fullkom- lega réttlætanleg. Eða hversu miklu trúverðugri þykir ekki kæra konu sem ber mikla líkamlega áverka, gjörsamlega niðurbrotin andlega, í sundurtættum fötum, en kæra frá konu, sem hefur, vegna ótta um líf sitt látið að vilja nauðgarans, án þess að gefa honum tækifæri til þess að limlesta sig? Er ekki kominn tími til að breyta viðhorfum til nauðgunar með meiri samúð og skilningi á stöðu konunn- ar í þessum málum? Pórim Hafstein lögfrœdingur REVLON snyrtivörur fást nú hjá okkur. Höfum opnad aftur laugardaga kl. 9—12. Fimmtudaga kl. 9—20. og adra virka daga kl. 9— 17. TIIUIUA hárgreióslustofa I 11 ■ IVM Furugerði 3 sími 32935 14

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.