Vera - 01.11.1982, Síða 21

Vera - 01.11.1982, Síða 21
GLIMAN UM GÖMLU HVERFIN ARÐSEMISSJ ÓNARMIÐ EÐA UMHVERFISGÆÐI? VIÐTAL VIÐ SÓLRÚNU GÍSLADÓTTUR FULLTRÚA í SKIPULAGSNEFND — I borgarmálakálfinum í I. ibl. VERU kemur fram, að Kvennaframboðið lagði fram tillögu í Borgarstjórn um að settar verði reglur um nýbyggingar í eldri hverfum borgarinn- ar sem hafðar verði til hliðsjónar við úthlutun byggingarleyfa. Hvers vegna erþessi tillaga fram komin? — Þessi tillaga var lögö fram eftir aö Borgarstjórn hafði samþykkt nýbyggingu við Óðinsgötu 16, en sú nýbygging er að okkar mati meingölluð. M. a. er nýtingarhlutfallið mjög hátt, og eins skyggir húsið sem þarna á að rísa algerlega á suður- gluggana á Óðinsgötu 14. Og þar að auki er þetta hús nánast byggt út í lóðarmörk og þrengir þar með mjög að næstu lóðum. — Hver voru viðbrögð nágrannanna? — Mótmæli sem ekki var ansað. Fólk í nærliggjandi húsum áfrýjaði málinu til ielagsmálaráðherra, þar sem það er nú til umsagnar. í framhaldi af þessu máli töldum við að betur þyrfti að standa að framkvæmdum í gamla bænum, vegna þess að ekkert deiliskipulag er til fyrir hann. Orðskýringar — Deiliskipulag, hvað er það? — Skipulag Reykjavíkur er með tvennum hætti. Aðal- skipulag nær yfir alla borgina og sýnir t. d. skiptingu í íbúðar-, iðnaðar- og miðbæjarhverfi. Ennfremur aðalgatnakerfi borgarinnar. Deiliskipulag er hinsvegar gert fyrir einstök hverfi og er mun ýtarlegra. Þar í er t. d. sagt hver á að vera hæð og notkun húsa, fjarlægð milli þeirra, með hverjum hætti þakgerð skuli vera. Ennfremur byggingarefni — timbur eða steinn — hvar eigi að vera bílastæði, útivistarsvæði, leiksvæði o. s. frv. Deiliskipulag er með öðrum orðum nánari útfærsla á Aðalskipulagi. — Er til deiliskipulag fyrir öll hverfi Reykjavikur? — Nei. Það er til deiliskipulag fyrir öll nýrri hverfi, en ekki fyrir eldri hverfin, s. s. miðbæinn, gamla vesturbæinn og Þingholtin. — Við hvað styðjast þá skipulags- og byggingarnefndir þegar sótt er um nýbyggingu eða breytingar á eldri húsum? — í rauninni er þá ekki við neitt að styðjast nema Aðal- skipulagið, en þar er t. d. kveðið á um nýtingarhlutfallið 0.5 í þessum hverfum. — Hvað er þá nýtingarhlutfall? — Nýtingarhlutfall er hlutfallið á milli samanlagðs gólf- flatar húss og stærðar lóðar. T. d. ef ntaður byggir hús á einni hæð sem nær allsstaðar út í lóðarmörk, þá er það nýtingar- hlutfallið 1.0. Sama ef maður byggir tveggja hæða hús á helmingi lóðar. Þá er nýtingarhlutfalliö líka 1.0. Rádandi sjónarmið — Nú koma þessar upplýsingar um nýtingarhlutfallið manni meira en lítið spánskt fyrir sjónir í ljósi þeirra deilna sem geisað hafa að undanförnu um nýbyggingar í Þingholt- ununi. .. — Málið er að þetta nýtingarhlutfall Aðalskipulags hefur ekki verið virt. Skipulagsnefnd hefur samþykkt hverja bygg- inguna á fætur annarri þar sem nýtingarhlutfallið fer yfir 1.0. Það sem í rauninni gerist í dag er að Skipulagsnefnd sam- þykkir eða hafnar nýbyggingum eftir eigin geðþótta. Að sjálfsögðu verða þessar nýbyggingar að uppfylla ákveðin frumskilyrði, eins og t. d. að hafa eitt bílastæði á lóð per íbúð, en að öðru Ieyti er þetta spurning um smekk skipulagsnefnd- ar. Slíkt hlýtur alltaf að bjóða heim hættunni á misnotkun og gölluðum lausnum. — Hvernig stendur þá á þessari ásókn í að byggja miklu stœrri hús en fyrir eru íhverfinu og lóðirnarþola? — Ástæðan er einfaldlega sú að lóðirnar eru yfirleitt eign- arlóðir, og í flestum tilfellum lenda þær í höndunum á mönn- urn sem eru fyrst og fremst að hugsa um að byggja og selja íbúðir, en ætla ekki að búa á staðnum sjálfir. Af þessu leiðir að þeir hugsa meira um arðsemissjónarmið en umhverfis- gæði. Réttur íbúa — Hver er þá réttur íbúanna ef t. d. stendur til að byggja einhverja höfuðósmíð íhverfinu? — í rauninni veit maður ekki alveg hver er þeirra réttur. Grenndarrétturinn er náttúrlega alltaf sterkur, sérstaklega ef hægt er að sýna frammá að nýbygging skerði möguleika nágrannanna, þrengi að þeim og hugsanlega lækki þeirra eignir í verði. Auðvitað eiga svo íbúarnir rétt á að gert sé deiliskipulag: það er lagaleg skylda borgaryfirvalda. Með því

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.