Vera - 01.11.1982, Qupperneq 30

Vera - 01.11.1982, Qupperneq 30
ÚR KVENNASÖGUSAFNINU Barnsmóðir er orð sem margir nú á tímum virðast ekki vita hvað þýðir og nota það því stundum klaufa- lega. Um orðið barnsfaðir gegnir sama máli. Barnsmóðir og barns- faðir er ekki sérhver maður sem á barn, heldur sem eignast hefir barn utan hjónabands, og er það notað þannig: Hún er barnsmóðir hans og hann er barnsfaðir hennar. Upphaflega kvað barnsmóðir hafa átt við konu sem átti barn með klerki eða biskupi á þeirri tíð er kirkjunnar menn hér áttu að lifa í ókvæni.1 Bæði lærðir og leikir höföingjar tíðkuðu það mjög að eiga frillur, en „svo heita eiginlega þær konur, sem einhver maður heldur við eitt ár eða lengur, og að öðru nafni heita þær fylgikonur, af því að menn láta þær fylgja sér til frillulífis (sem mjög var títt, þá lögbók gjörði, mest hjá stór- menni), og af því, að þvílík sambúð manna og kvenna var svo mörgum kunnug, þótti næstum óefanlegt faðerni barnanna, þá náðu þessi frillubörn til arfs eftir föðurinn í 6. erfð; svo kunna þeir og allir frillu- bornir að heita sem laungetnir eru, og þó hvorki í hórdómi né frænd- semis spjöllum getnir, jafnvcl þótt getnir verði nteð lausakonu eður saurlífisskækju, er einhver leggst með einu sinni, fái hún getnað, ef maðurinn gengst við samvistum þeirra, og feðerni barnsins."2 Pað hefir allajafna verið crfitt hlutverk að vera barnsmóðir ein- hvers og það jafnvel þótt barnsfaöir konunnar sinni öllum lagaskyldum gagnvart henni og barninu eftir að það fæðist. Kjör ógiftra mæðra hafa verið og eru oft ólýsanlega erfið á Einstæðar mæður frá fyrri tíð meðgöngutíma og við barnsburð. Um rétt þeirra og réttleysi að fornu og nýju hefir margt verið ritað, þó sleppt sé að tala um lög sem sctt hafa veriö um framfærslu barna for- eldra sem ekki eru giftir hvorir öðr- um og afstöðu foreldranna gagn- vart börnunum. Verður hér tæpt á örfáum atrið- um um meðgöngutíma, barnsburð og brjóstgjöf. Fornir lagasmiðir voru furðu til- litssamir, eins og frant kemur í II. kafla, nema þegar konur voru ófús- ar að gel'a upp faðerni barna (Sjá einnig VIII. kafla). Enn má geta þess að samkvæmt Grágás mátti ekki koma frant hefndum á vanfærri konu, sem eitt- hvað hafði unnið sér til óhelgi, fyrr en eftir að hún var staðin upp af barnssæng.3 Allt frant á þessa öld var það mjög algengt að heimilisfeður cign- uðust börn með vinnukonum sínum og ráðskonum. Saga þeirra hefir sjaldan verið skráð þegar haft er í huga hve marg- ar þær voru. Þó er ein saga fest á blað í Fljótsdælasögu (10 kafla). Þar sést að bæði sagnaritarinn og samtíð hans bar lítinn skilning á til- finningar lítilmagnans: „Litlu síðar en hann var kvong- aður, var honum kennt barn. Það hafði hann smíðað meðan hann var fi 30

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.