Vera - 01.11.1982, Qupperneq 32

Vera - 01.11.1982, Qupperneq 32
það, að þessir vesalingar voru hraktir á milli manna, áður en þeir fengu verustað. Og þó húsbændur þeirra hefði verið svo veglyndir að vilja lofa þeim að vera, þá hefðu þeir ekki mátt það fyrir ráðríki yfir- valdanna í hreppnum. Óttinn við yfirvofandi sveitarþyngsli var svo mikill. Valgerður hét stúlkan sem móðir mín tók í fyrra skiptið... . Allmikill málarekstur, fundarhöld og þvíum- líkt leiddi af þessu gustukaverki. Móður minni var bannað að láta stúlkuna ala barnið þar í sveitinni. En svo mikið táp var í henni, þá rúmlega tvítugri, að hún bauð öllu byrginn og sagði hreppstjóranum, ríkum og valdamiklum manni, að hún léti ekki stúlkuna af sínu heim- ili fyrr en hún væri orðin vel frísk eftir barnsburðinn, og þar við sat. Hin stúlkan, sem móðir mín tók, hét Helga. . . . Hún var vinnukona hér í næstu sveit og átti barnið með vinnumanni, er var á sama bæ. Þó að bæöi væru vel vinnandi, var henni ekki leyft að eiga barnið þar í tÍB^ggiOðSJ^ii! Ótrúlega hagstæðir greiðsluski/málar Allt niður í 20% • FLISAR • HREINLÆTISTÆKI • • BLÖNDUNARTÆKI • BAÐHENGI • • BAÐTEPPI • BAOMOTTUR • MÁLNINGARVÖRUR • VERKFÆRI • • HARDVIÐUR • SPÓNN • • SPÓNAPLÖTUR • GRINDAREFNI • VIÐARÞILJUR • • PARKETT • PANELL • EINANGRUN • ÞAKJÁRN >• ÞAKRENNUR • • SAUMUR • RÖR • FITTINGS O.FL., O.FL. 01 lö OPIÐ: mánudaga — fimmtudaga kl. 8 — 18. Föstudaga kl. 8 — 19. Laugardaga 9—12. IU fHl BYGGlNGflVÖRURl Hrinahrant 190 — cími 9Rf:nn II Hringbraut 120 — sími 28600 (aðkeyrsla frá Sólvallagötu). u hreppi. Ekkert umtal varð um það, þó að móðir mín tæki þessa stúlku.... Öllum var kunnugt um, að ekki þýddi að banna móður minni að gera það sem hún ætlaði sér, því aö ráðrík var hún.“10 Guðbjörg Björnsdóttir átti því miður fáa sína líka. Flestar voru húsfreyjurnar annað hvort of háðar aldarandanum eða of kjarkIitlar til að standa uppi í hárinu á hrepps- nefndarmönnunum, sem í skjóli landslaga misþyrmdu þeim sem minnst máttu sín, óbornum og ný- fæddum börnum og mæðrum þeirra. Stundum gripu ógiftar stúlkur til þess örþrifaráðs að svifta sig lífi er þær voru barnshafandi. Um það má víða lesa og jafnvel í þekktum skáldverkum, eins og t. d. í Fegurð himinsins, þar sem segir frá gömlu konunni, sem hafði átt 16 börn og misst þau: ,,. .. Hún vann fyrir þeim á dag- inn og vakti yfir þeim á nóttunni. Og þegar þau brostu framan í móð- ur sína var sérhvert ský burt af himninum, og sólin og tungliö og stjörnurnar voru eign þessarar konu. . . . Þegar börn hennar gáfu upp öndina eftir erfitt dauðastríð færði hún þau í hvítan hjúp og slétti úr hverri fellingu með samskonar umhyggju og hún væri að búa þau til veislu. Hún grét fyrir moldum þeirra, síðan fór hún heim til þeirra sem lifðu. Önnur kvaddi hún stálp- uð í túngarðshliðinu þegar þau lögðu af stað út í heiminn. Beinun- um af Helgu dóttur hennar skolaði upp á eyri rúmu ári eftir aö hún hvarf. Gamla konan gekk sjálf á eyrina og tíndi upp beinin, og það voru önnur lítil bein,.. ,“11 Tilvitnanir 1 Johan Fritzner: Ordbog over det gamle norske Sprog, I.—III., Kristia- nia 1886-1896. 2 Th. S. L. (Þórarinn Sigvaldason Liliendal): Stutt ágrip af Lögmanns- ins Páls Vídalíns Gloserunum yfir Fornyrði Lögbókar íslendinga. — Lærdómslistafélags (Det Islandske Literatur-Selskabs) rit, II. árg., Kbh. 1782, bls. 136. 3 Dr. Lúðvík Ingvarsson: Refsingar á Islandi á þjóðveldistímanum, Rvk. 1970, bls. 70. 4 Islenskt fornbréfasafn II. bindi, bls. 46-47. 5 Sigurjón Einarsson: Að Ieiða konur í kirkju. — Saga, tímarit Sögufélags XV, bls. 118. 7 Björn Sigfússon: Neistar — Úr þús- und ára lífsbaráttu íslenskrar alþýðu (B. S. tók saman). Rvík 1944. bls. 248-25? 8 Lagasafn 1973, II. bindi, bls. 2427. 9 Jón Þorleifsson: Grafskrift Itins gleymda, Rvk 1978, bls. 57-58. 10 Guðbjörg Jónsdóttir frá Broddanesi: Gamlar glæður, Rvk 1943, bls. 162- 163. 11 Halldór Laxness: Fegurö himinsins, Rvk 1940, bls. 261. KVENNAGUÐFRÆÐI — hvað skyldi það vera? Við fórum á stúfana, leituðum fanga m.a. hjá prestum og guðfræðinj’um. Árangiirinn hirtist í næstu Veru, sem kemur út rétt fvrir jól. Svo er auðvitað fullt af iiðru efni. Hvernig er það annars, eruð þið farnar að hugsa fyrir jólagjiifunum? Áskrift að Veru gæti verið prýð- ishuj>mynd!

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.