Vera - 01.11.1982, Síða 34

Vera - 01.11.1982, Síða 34
en þau hefur hann lagt fram á ný í þinginu fyrir stuttu. Þorvaldur tal- aöi um blóðfórnir íslensku þjóðar- innar, og líkti fóstureyðingum við barnaútburð sem tíðkaðist fyrr á öldum. í nafni kristinnar trúar Eftir framsögur hófust umræður milli frummælenda og stýrði þcim einn úr hópi kristinna stúdenta. Héldu menn fast við þær skoðanir sem þeir lýstu í framsögu, ogsýndist sitt hverjum. Hildur sagði Þorvaldi aö konur vildu fá að sjá þær félags- legu úrbætur sem gera mundu neyöarúrræðið fóstureyðingu óþarft, og spurði hvort hann vissi hver mæðralaunin væru í dag. Þor- valdur rakti tillögur sínar um breyt- ingar á almannatryggingalöggjöf- inni, en vissi því miður ekki upphæð mæðralauna, enda ná þau ekki 200 kr. á mánuði með einu barni, og eru því ekki umtalsverð. Fundurinn stóð til rúmlega ell- efu, og í lokin var ljóst að enn er til sá hópur manna sem telur sig geta haft vit fyrir konum, í nafni krist- innar trúar eða einhvers annars. Kristín Jónsdóttir. ghettóunum? Hvar er söngur kvennanna sem deyja á sæng síns tólfta barns? Hvar er söngur barn- anna þeirra, barna sem ríkisstjórn þeirra vill ekki vita af, barna sem hafa enga möguleika í lífinu? Fundarmenn. Þcssi mynd sem við vorum að horfa á er í einu orði sagt hneyksli. Hún er ruddaleg árás á konur, sem ég fordæmi af fyllstu alvöru. Ég spyr ykkur, — forsvarsmenn þessa fund- ar — hverjir menn eruö þið að koma á framfæri jafn viðbjóðsleg- um málflutningi eins og þessara hræsnisfullu herramanna sem að þessari mynd standa? Þið sem kennið ykkur við kristi- legt umburðarlyndi — hverjir menn eruð þið að ráöast á konur og sak- fella þær af þvílíkri grimmd og fá- fræði sem þessi mynd er dæmi um? Það hefur kostað skildinginn að gera þessa mynd. Ferð alia leið til Sódommu! — sjálft trompið í myndinni!! Mér verður flökurt. Ekki hafa þaö veriö konurnar í ghettóunum sem minnst er á í myndinni, mitt í allri þjáningunni, mitt í öllum skortinum, sem hafa fjármagnað þá ferð? Af hverju fengum við ekki að sjá þær? Eitt er víst. Ekki búa þær eins og þessi guð- fræðingur í sínum fílabeinsturni, — víðsfjarri þeirra raunveruleika. Tókuð þið eftir senunni með litlu börnunum tveim í mömmuleikn- um? A meðan að stelpan kipraði munninn til að verjast hlátri, starði drengurinn samviskusamlega í ljós- in — og deplaði ekki auga alveg þar til tárin fóru að renna? Ég er djúpt snortin! Á meðan hljómaði söngur fóst- ursins — sunginn af grátþrunginni Sylvías mother-rödd. Var þetta söngur frjóvgaða eggsins sem lykkj- an kemur í veg fyrir að geti festst? Samkvæmt skilgreiningum þessara manna er það jafn mikil fóstureyð- ing. Hvar er söngur kvennanna í Fundarmenn. Áratugum saman hafa konur krafist góðrar kynfræðslu, öruggra getnaðarvarna og réttarins til fóst- ureyðinga. Konur hafa frá ómuna- tíð verið þrælar líkama síns — þræl- ar síns líffræðilega hlutverks — án þess að geta rönd við reist. Þær hafa ekki haft nokkur tök á að skipu- leggja líf sitt sjálfar. Það er alls ekki langt síðan að konur hér hlóðu nið- ur börnum sínum, — alltof ungar, alltof fátækar, jafnvel sjúkar, — í hvaða ástandi sem var — hvenær sem var. Það er ekki langt síðan að konur gátu ekki sinnt neinu öðru hlutverki en barneignahlutverkinu — gátu ekki menntað sig, ekki tekið þátt í atvinnulífi, voru ekki fullgildir þátttakendur í því lífi sem þær höfðu fæðst til. Það eru aðeins nokkrir dagar síð- an að kona hér sagði mér— hún er nú á fimmtugsaldri — að þegar hún fæddi sitt fyrsta barn sautján ára gömul, — þá hafi hennar fyrsta hugsun á sænginni verið þessi: — jæja — nú er ég búin að prófa allt sem lífið hefur að bjóða mér. Árangur læknavísindanna í þró- un getnaöarvarna og læknisfræöi- legir möguleikar til að framkvæma fóstureyðingar á sem öruggastan hátt, hefur orðið til þess að konur geta nú í fyrsta skipti haft nokkra stjórn á eigin lífi. Á meðan að óæskileg þungun getur átt sér stað, hvort sem það er vegna brigöulla getnaðarvarna, fáfræði eða vegna ofbeldis, er konum nauðsyn að eiga rétt til fóstureyðinga. Rétturinn til fóstureyðinga er spurning um lýðræðisleg réttindi kvenna. Það eru sjálfsögð mann- réttindi að konur fái aö hafa stjórn á því hvort og hvenær þær eiga sín börn. Það er frumskilyrði þess hvort konur búi við sjálfræði, að þær séu

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.