Vera - 01.11.1982, Page 36

Vera - 01.11.1982, Page 36
«o 3 > I c ■4—» Ofi u «o 'O DO o 4—* 00 <D D «o "175 _D «o S. (S E ca o DC i/i «o D E _cð W E o oo c co > ■*—* <D > — 03 D Qí UU > > • rzc ^ <D ~ fO _Q_ XI. <4— UJ 3 C o x: '3 o. -a- 3 v 00 ^ . o E c u o 3 C/5 þessa mynd nemum í hjúkrunar- skólanum í gærkvöldi. Var það gert til að auka kristilegt umburðarlyndi hjúkrunarfólks framtíðarinnar gagnvart þeim ógæfusömu stúlkum sem munu leita til þeirra niður- brotnar í neyð sinni? Kannski hafið þið sýnt hana víðar — kannski ætlið þið að sýna hana víðar. Ég vara ykkur alvarlega við því sem þið eruð að gera, því þið virðist ekki gera ykkur grein fyrir því sjálfir. Þið eru — í nafni kristinnar trúar — að leggjast á sveif með aftur- haldssömustu öflum sem til eru í heiminum í dag. Pið eruð að taka þátt í því að sakfella og dæma konur sem beitt hafa og munu ef til vill þurfa að beita því neyðarúrræði sem fóstureyðing er — ekki vegna þess að þær hafi brugðist — heldur vegna þess að samfélagið bregst þeim. Pið eruð að skipa ykkur í sveit með þeim kvenfjandsamlegu — og mannfjandsamlegu öflum — sem nú eru að reyna að svipta konur sjálfræði, atvinnu og félagslegri þjónustu — en um leið að auka víg- búnað, stríðsógnir og félagslega neyð. Kristilegu stúdentar! Þetta er ekki í fyrsta skipti sem konur eru grýttar. I þetta skiptið kastið þið fyrsta steininum. 'í'akk fyrir. Hildur Jónsdóttir er félagi í Fylk- ingunni og yfirlýstur andstæðingur Kvennaframboðs. Ræðan er birt hér með hennar leyfi. #36 SKILNAÐUR: Höfundur: Kjartan Ragnarsson Leikstjóm: Kjartan Ragnarsson Leikmynd og húningar: Stcinþór Sigurösson Ljós: Daníel Williamsson Tónlist: Áskell Másson Hljóðblöndun: Siguröur Rúnar Jónsson Okönnuð undirdjúp Leikrit er eldgamalt listform. Frá upphafi hefur það gegnt því hlut- verki að stilla áhorfandanum upp andspænis leikaranum, til að sjá, heyra og skynja mannlíf í gleði þess og sorgum. Orðin, þögnin, svip- brigði og hreyfingar líkamans eru styrkur leiksins. Pú situr andspænis lifandi fólki sem reynir að gefa þér innsýn í (sálar)líf persóna frá ýms- um tímum og ýmsum löndum. í mínum huga liggur aðdráttarafl leikhússins í lifandi leik, nálægð og þeirri dýpt sem krufning persóna getur náð. Og þar meö er ég komin að efni þessarar greinar: tilraun ís- lensks leikritahöfundar til aö nálg- ast mannlífið á landi hér. Eftir hvert jólabókaflóð og flest- ar ntínar leikhúsferðir felli ég þann dóm yfir íslenskum rithöfundum að þeir séu yfirborðslegir, þeir séu fastir í frásögnum, framrás sögu og leiks, en skorti alla dýpt og takist ekki á við þann vanda sem þeir eru þó að reyna að lýsa. Þetta gildir um leiksýninguna sem hér verður fjall- aö um, Skilnað Kjartans Ragnars- sonar. í Skilnaði er Kjartan að segja okkur sögu af konu sem vaknar upp við vondan draum, þegar eigin- maður hennar segir farvel og „yngir upp hjá sér“. Hún verður að halda út fyrir veggi heimilisins, út í lífið, þar sem grimmdin ræður ríkjum. Henni vegnar vel í vinnu, en í sam- skiptum við annað fólk birtist kald- ur veruleikinn. Ofbeldi, kúgun, kvenfyrirlitning, slúður, einmana- leiki, slæm sambúð kvenna og karla og kvenna saman, ólétta dótturinn- ar og loks veikindi eiginmannsins fyrrverandi, sem í lokin leitar skjóls hjá konunni, þegar það er um sein- an. Niðurstaða aðalpersónunnar er sú að það sé best að taka ábyrgð á sjálfri sér — best að vera ein. (Mari- lyn French komst að sömu niöur-: stöðu eins og hún sagði frá í um- ræðuþættinum góða í sjónvarpinu í október). I sjálfu sér á Kjartan hrós skilið fyrir að ríða á vaðið með leikrit sem tekur á áleitnum spurningum svo sem um hjónaskilnaði og ofbeldi gegn konum, málefnum sem gjaman eru þöguð í hel. En, veikleiki verks- ins felst einmitt í því að henn tekur of margt fyrir, hrúgar of mörgum vandamálunt saman og færist þar með of mikið í fang, án þess að fylgja málunum nógu vel eftir. Af- leiðingin verður sú að okkur er sögð saga, en við erum allt of litlu nær um persónurnar. Þær eru dregnar upp í svörtu og hvítu, karlarnir eru vondir og konurnar góðar. Það er mjög greinilegt að samúð Kjartans er öll með konunum. Hann sýnir hvernig ofbeldi karl- manns gagnvart konu Ieiðir til voðaverks, hvernig slæm útreið í hjónabandi gerir konu að lesbíu, hvernig dóttirin unga fer í sambúð. ljósi á samskipti kynjanna. Hvað er Kjartan t.d. að segja með lýsingu sinni á lesbíunni? Hún er köld og bitur, en trúir því að ástir kvenna sé lausnin, þar til hún rckur sig á. Hér á landi hafa umræður ekki farið hátt, miðað við það sem erlendis gerist þar sem þær hafa sett upp heilu leikhúsin til að glæða skilning manna á því að þær séu nú einu sinni svona gerðar og því verði ekki breytt. Eins og Kjartan lýsir lesbí- unni, verður kuldinn og harkan öðru yfirsterkara, hún er fórnar- lamb karlveldisins, sem kann svo sem vel að standast, en það er með hana eins og aðrar persónur verks- ins að ég hefði óskað meiri dýptar, meiri skilnings. Hvað er höfundur- inn að segja um karlmenn? Að þeir séu allir skepnur? Tillitslausir og láti hendur skipta? Það mætti lesa það út úr sýninguni, vegna þess að við öðlumst engan skilning á því hvers vegna þeir eru eins og þeir eru. Nú skal það tekið fram að mér dettur ekki til hugar að gera þær kröfur til rithöfundar að hann sentji kvenfrelsisleikrit eftir einhverri for- múlu, hann verður að skrifa eins og honum er lagið, en undir yfirborðið verður hann að fara. Mér dugar ekki að vita að svona er lífið, ég vil vita hvers vegna? En kannski fer hér eins og stundum áður að minn Samskipti kynjanna eru vandkvæðum háð, nánast ómöguleg — verður ólétt og slítur loks samband- inu. Samskipti kynjanna eru vand- kvæöum háð, nánast ómöguleg samkvæmt leikritinu, en hvers vegna? Já, hvers vegna, því reynir höfundur ekki að svara, hann grefst ekki fyrir um orsakir, það örlar rétt á slíku þegar konan spyr: hvað er að mér, þegar eiginmaðurinn tilkynnir brottför. Okkur er ekki sýnt nema brotabrot af þeim harða heimi sem gert hefur líf þessa fólks þrúgandi, stundum martröð. Eflaust ætlar höfundur sér ekki annað en að sýna yfirborðið, en ég vildi gjarnan meira. Ég æski krufn- ingar hjá h'öfundi sem greinilega hefur margt að segja, svo margt að hann kann sér ekki hóf. Nú má spyrja þeirrar spurningar eftir að hafa horft á Skilnað, hvort kvenfrelsisumræðu í landinu sé greiði gerður með þeirri umfjöllun sem blasir við í Iðnó, því ég geng út frá því sem gefnu að verkiö eigi að vera innlegg í umræðu, vekja spurn- ingar og vera tilraun til að varpa fílabeinsturn er skýjum hulinn og áttin meðvituð til vinstri. Það sem mér finnst segja fátt nýtt er fyrir öðrum hrærivél sannleikans, sem þeytir upp á yfirborðið tilfinningum sem áður voru vel faldar. í það minnsta Iteyrði ég konu segja frammi í anddyrinu í Iðnó að Skilnaður væri nú ansi róttækt verk! Nóg um gallana. Unt sviðsetn- ingu, búninga, lýsingu og leik er allt gott að segja og skemmtileg reynsla að vera í gamla Iðnó með áhorf- endur á alla vegu. Eftir hlé færðist heldur betur spenna í leikinn og fyr- ir okkur sem sátum alveg upp við sviðið var nálægðin við leikarana nánast ógnvekjandi. Niðurstaða: Skilnaður er vel þess virði að sjá, leikurinn vekur spurn- ingar, sýnir ákveðna hlið á íslensku mannlífi, Itlið sem allt of lengi hefur verið þagað um, en því miöur við sjáum bara hliðina sem upp snýr, enn eru undirdjúpin ókönnuð ver- öld. Kristín Ástgeirsdóttir

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.