Vera - 01.11.1982, Page 38

Vera - 01.11.1982, Page 38
LITLI SOTARINN: Höfundur: Bcnjamin Brittain Leikstjórn: Þórhildur Þorleifsdóttir Leikmynd og búningar: Jón Þórisson Hljómsveitarstjóri: Jón Stefánsson Opera fyrir alla - konur og kalla Hlutverk eru í höndum tveggja hópa, sem skiptast á um að flytja óperuna. Við áttum því láni að fagna að komast á sýningar hjá báð- um hópunum og færum við íslensku óperunni kærar þakkir fyrir að gera okkur það kleift, en miðaverði er því miður ekki stillt í hóf (150 kr. fyrir fullorðna og 90 kr. fyrir börn). Pað kemur sér einkar vel að kynna tónlist Brittens fyrir ungum áhorf- endum, því hún er hrífandi. Britten (1913—1976) samdi þessa óperu 1949 og höfðar hún e.t.v. meir til okkar en sú óperutónlist sem mest hefur verið sett á svið. Við gátum ekki betur séð en að áhorfendur legðu sig alla fram við sögninn og er það kraftaverki næst að það skuli vera hægt að kenna þeim þessi óhefðbundnu en þó melódísku kór- lög á svo stuttum tíma. Fyrri hluti óperunnar, Búum til óperu, er ágætis kennslustund í því hvernig sýning verður til og hefur að því leyti uppeldislegt gildi fyrir sem kemur fram um að fundir séu nú alltaf svo leiðinlcgir, við eigum nefnilega öðru að venjast um fundi! I heild má segja að fyrri hlutinn hafi þjónað hlutverki sínu ágætlega sem innvígsla í heim óperunnar. Það er ekki verið að gefa glansmynd af þeirri vinnu sem liggur að baki uppsetningar í leikhúsum, heldur kemur skýrt fram hvaða erfiðleikar þeim geta fylgt. Strax frá upphafi eru áhorfendur gerðir að virkum þátttakendum í sýningunni og halda þeir því hlutverki til enda, með því að vera kór í sjálfri óper- unni. Seinni hluti óperunnar fjallar síð- an um litla sótarann. Hugmyndina fengu höfundarnir úr kvæði ,Strax í upphafi voru áhorfendur gerðir að virkum þátttakendum“ áhorfendur. Jafnframt voru þeir all- vel undirbúnir fyrir seinni hlutann sem er hin eiginlega ópera, Litli sót- arinn. Staðfærsla og leikgerð fyrri hlutans tekst vel af hálfu Þórhildar Þorleifsdóttur og smekklega og lip- urlega leikin. Þó getum við ekki setið á okkur og hnýtt aðeins í þá athugasemd HOLARf Bygggarði - Seltjarnarnesi - Sími 28266 Williams Blakes, Sótarinn, sem þeir útfærðu. Sjálfur efnisþráðurinn er ekki ýkja merkilegur. Lítill sótari sem hefur veriö seldur af forcldrum sínum vegna fátæktar, festist í reyk- háfi á óðalsetri í Englandi um 1800. Börn hinna ríku, sem eru í feluleik í húsinu verða hans vör og frelsa hann úr reykháfnum og þar með undan barnaþrælkun. Til þess að krydda þráðinn er fléttað inn persónum einsog góðu barnfóstr- unni Rúnu, og vondu ráðskonunni Böggu. Einnig koma við sögu Surt- ur og Klunni, sótarar sem nota litla sótarann Bjart til að þræla fyrir sig, Tom ekill og Alfreð garðyrkjumað- ur. Annar hópurinn sem flytur óper- una er skipaður Elísabetu Waage (Bagga ráðskona), Signýju Sæ- mundsdóttur (Rúna barnfóstra), Árna Sighvatssyni (Surtur sótari og Tom ekill) Sigurði Pétri Bragasyni (Klunni sótari og Alfreð garðyrkju- maður), Mörtu Guðrúnu Halldórs- dóttur (Silja), Gunnari Frey Árna- syni (litli sótarinn, Bjartur), Þor- birni Rúnarssyni (Glói), Guðbjörgu Ingólfsdóttur (Soffía), Steinunni Þórhallsdóttur (Tinna tvíburi), Ragnheiði Þórhallsdóttur (Hildur tvíburi) og Arnari Helga Kristjáns- syni (Nonni). Jón Stefánsson (tón- skáldið), Guöný Helgadóttir (leik- stjóri) og hljómsveitin, skipuð þeim Gerði Gunnarsdóttur, Sigríði Helgu Þorsteinsdóttur, Helgu Odd- rúnu Guðmundsdóttur, Sigurði Halldórssyni, Debra Gold, Guðríði St. Sigurðardóttur og Reyni Sig- urðssyni voru í báðum sýningar- hópunum. Það verður aö segjast eins og er að þessum hópi tókst flutningur óperunnar ekki jafn vel og seinni hópnum. Textaframburður var fremur óskýr hjá söngvurunum og söngur barnanna með máttlausasta móti, einkanlega hjá drengjunum. Það var áberandi að hér var um reynsluleysi að ræða og kannski hefur sýningin sem við sáum ekki gefið rétta mynd af getu og krafti söngvaranna. Okkur fannst þó Marta Guðrún Halldórsdóttir í hlutverki Silju skara framúr í söng, Söngur hennar var áreynslulaus, tær og öll hennar sviðsframkoma hæfilega látlaus og óþvinguð. Einn- ig var áberandi góður samleikur á milli tvíburanna í þessum hópi. í seinni hópnum voru þátttak- endur þeir Anna Júlíana Sveins- dóttir (Bagga ráðskona), Elísabet Erlingsdóttir (Rúna barnfóstra), John Speight (Surtur sótari ogTom ekill), Stefán Guömundsson (Klunni sótari og Alfreð garðyrkju-. maður), Ásrún Davíðsdóttir (Silja), Gísli Guðmundsson (litli sótarinn), Olafur Einar Rúnarsson (Glói), Hrafnhildur Björnsdóttir (Soffía), Sólveig Arnarsdóttir (Tinna tví- buri), Halldór Örn Ólafsson (Hörður tvíburi) og Steinunn Þor- steinsdóttir (Anna). Greinilegt var að í þessum hópi var um reyndara fólk að ræða á sviði sönglistarinnar. Kom það skýrt fram í frammistöðu þeirra bæði í leik og söng. Elísabet Erlingsdóttir' söng listavel og gerði trúverðuga mynd úr Rúnu. John Speight gerði ekki einungis hlutverki sínu góð skil sem söngvari heldur sýndi hann einnig afbragðs góðan leik. Sam- leikur hans og Stefáns Guðmunds- sonar var prýðisgóður og hnyttinn á köflum. Greinilegt var að Anna Júlíana Sveinsdóttir hafði gott vald á söngnum þótt rödd hennar næði ekki að berast til áhorfenda í fjór-

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.