Vera - 01.03.1985, Blaðsíða 5
móðurástin hálmstrá?
Goðsagan
Nafnbótin móöir er eins og agn á öngli
samfélagsins. Þaö er ofurkona, sem ekki
veltir því fyrir sér eftir á, hvort hún heföi nú
ekki átt að eignast barn. Konur, sem ekki
geta eignast börn, líða fyrir það. Konur,
sem taka þá ákvöröun aö eignast ekki
börn, þurfa sífellt aö réttlæta ákvöröun
sína. Þaö aö veröa móöir er jú, þegar allt
kemur til alls, hlutverk konunnar. Hátindur
tilverunnar er sú „undursamlega reynsla”
aöfæðabarn. Þaö aö finnaekki til móöur-
ástar við fyrstu sýn orsakast jafnvel af
„geörænu ójafnvægi” sem „líður oftast
frá.” Þegar barnið er komið í heiminn, er
því fyrir bestu aö njóta umhyggju móöur
sinnar. Móöureöliö lætur ekki aö sér hæöa
heldur blundar þaö í öllum konum — fái
þaö ekki útrás í eigin barni, þá leitar þaö
annarra barna eða bara gæludýra eöa
blóma! Óvenjulegur metnaöur í starfi get-
ur jafnvel veriö túlkaöur sem skortur á
barni. Móðurástin er hafin til skýjanna af
listamönnum og stjórnmálamönnum (körl-
um?) og móðurástin bindur konur heima,
ef ekki líkamlega þá andlega. Sú krafa
okkar aö eiga sjálfar réttinn til aö ráöa þvi
hvort við tökum okkur móðurhlutverkið í
hendur á kostnað annarra hlutverka, er
dregin í efa og jafnvel orðuð viö glæp.
Móöurástin er nánast eins og dula, sem
veifað er framan í okkur til aö búa til sam-
viskubit, halda okkur heima viö og meina
okkur lýöræðislega þátttöku í framvindu
þjóðmála. Kona þarfnast barns — barn
þarfnast móöur.
Veruleikinn:
Þegar á hólminn er komiö og móöir og
barn leggja saman út í raunveruleikann,
blasir annaö viö. Ef þaö aö vera móöir væri
jafn stórkostlegt og látið er í veöri vaka,
væru þarfir hennar metnar meir en raun
ber vitni. Ef eitthvaö samræmi væri á milli
goösögunnar og raunverunnar, snerist
samfélagið meira eða minna um mæöur.
Svo er auövitað ekki. Umhverfiö er ekki
hannað fyrir mæöur meö börn, vinnu-
markaðurinn tekur ekki tillit til þeirra, hús
eru ekki teiknuö meö þau í huga. Vegir eru
ekki lagðir, verslanir ekki reistar, strætis-
vagnar ekki smíðaöir, stjórnmálaheimur-
inn ekki skipulagöur meö þaö í huga að
þessi þó upphafna vera, móöirin, komist
leiðar sinnar meö börn sín og buru. Heim-
ur okkar er hannaður handa heilbrigðum
karlmönnum á besta aldri.
Goösagan hefur ekki síst veriö notuö,
þegar að því kemur að móta dagvistunar-
stefnu. Árangursríkasta aðferöin til aö
spara á því sviöi er aö básúna gildi móður-
ástarinnar fyrir barniö og nauösyn sífelldr-
ar nærveru móöurinnar. Nóg er til af dæm-
unum af því, hvernig stjórnvöld móta
stefnuna meö hliösjón af ástandinu í efna-
hags- og atvinnumálum. „Skammvinnur
aðskilnaöur barns frá móöur orsakar djúp-
an kvíða, öfgakennda ástarþrá, hefni-
girni. . . algjör aöskilnaður hefur enn meiri
áhrif á persónuþroska barnsins.” „Sterk-
ar líkur benda til, aö langvinnur aöskilnað-
ur frá móður á fyrstu fimm árum ævinnar
sé ein höfuöorsök félagslegra vandamála
og afbrigðilegrar hegðunar barna. .
skrifaöi sá maöur, sem stærstan þátt átti
í aö mótadagvistunarstefnuna í Englandi,
Dr. John Bowlby. Það er auövitað engin til-
viljun að hann skrifaði þetta á árunum eftir
seinni heimstyrjöldina, þegar nauösyn var
að sannfæra konur um aö þær væru best
komnar heima hjá börnunum, svo karlarn-
ir kæmust í vinnuna, sem þær höfðu innt
af hendi öll stríðsárin. Þá var þörf fyrir þær
á vinnumarkaðinum og þá var til nóg af
dagheimilum. Niöurstöður þeirra kann-
ana, sem lágu aö baki þessum og þvílíkum
staðhæfingum voru notaöar í áróöurs-
skyni á meðan aörar og ólíkar niðurstööur
voru þagaöar í hel. Frávera móöur hefur
ekki endilega meiri áhrif á þroska barna en
frávera föður, samlyndi foreldra og fram-
koma, efnahagur, skóli, kunningjar, um-
hverfi og fleira, sem mótar hvert barn. Þó
er það staöa móðurinnar, sem er skoðuð í
einangrun frá öörum þáttum og niðurstöð-
urnar túlkaðar út frá henni. Þaö er ódýrast
og þaö er árangursríkt. Annars konar túlk-
un eöa niðurstaða kannana sem benda til
aö móöir sé ekki ómissandi barni, væri
ógnun við skipulag samfélagsins, allt frá
heimilum þess, um vinnumarkaöinn og til
æöstu valdastaða.
Goösaga staðfest af mæðrum
En ef goðsagan er skipulaginu nauö-
synleg og endurskoöun hennar of mikil
ógnun viö þaö þá getum viö verið vissar
um að slík endurskoðun væri konum líka
ógnun. Því viö virðumst trúa svo mjög á
þessa goösögu aö viö jafnvel staðfestum
hana i verki. Móöir myndi eflaust taka und-
ir þaö aö barn sitt gæti verið án fööur, afa
og ömmu, systkina, skóla og vina en — án
mömmu myndi heimur þess hrynja sam-
an. Allt frá því barnið fæöist vinnum við að
því aö gera sjálfar okkur ómissandi annarri
mannveru?
Tökum dæmi af konu sem veikist. í stað
þess að þiggja hjálp, leggjast í rúmiö,
slappa af, dregst hún áfram og neitar aö
horfast í augu viö þá staöreynd að heimilið
mun halda áfram án hennar leiösagnar.
Konum er hrósað fyrir svona hegöun. Tök-
um annaðdæmi: barn detturog meiöir sig
og einhver nærstaddur tekur að sér aö
hjálpa því á fætur og hugga það. En
mamma er hlaupin upp til handa og fóta,
þrífur barnið úr örmum huggarans, kyssir
á meiddiö og segir: mamma er komin, nú
er allt i lagi. Á hverju er þessi móöir að ala?
Eigin nauðsyn eða sálarheill barnsins? Er
hún ekki bara aö ýta undir eigin stórfeng-
leik á kostnað sjálfstæðis annars einstakl-
ings? Að staöfesta goðsöguna? Árangur
uppeldisaöferöa af þessu tagi er það sem
sumir kalla heilbrigt barn, þ.e. barn sem er
íullkomlega háö móöur sinni. Fyrirmynd-
armamma hefur skapað fyrirmyndarbarn
meö því að ýta undir hvert merki ósjálf-
stæðis þess og skjóta loku fyrir eiginleika
til þess aö bjarga sér sjálfur.
Móðurástin á, samkvæmt goösögunni,
aö vera eðlasta tilfinning, sem fyrirfinnst í
mannlegu hjarta. ímyndin er sótt til dýra-
ríkisins, til kvendýrsins, sem ver afkvæmi
sín. (Raunar er þaö svo hjá mörgum æðri
dýrategundum, að þaö er karldýrið sem
hefur það hlutverk meö höndum.) En í stað
þess aö horfast í augu viö þá staöreynd, að
í dýrarikinu er þaö hlutverk foreldra að
verja afkvæmi sín til að viðhalda tegund-
inni, höfum við gert þaö hlutverk að eðlis-
þætti konunnar og upphafið í æðra veldi
sem móöurást. (Það er annars athyglis-
vert hversu margir eiginleikar konunnar
eru sóttir þannig til náttúrunnar og sagðir
eðlislægir!)
Þessi móðurást kemur þannig fram aö
kona eys þindarlausri ást yfir barn, lætur
undan duttlungum þess, býr þaö sam-
viskusamlega undir hvert það áfall, sem
þaö kann mögulega að verða fyrir, veit all-
ar þarfir þess fyrirfram, hvað þaö vill og
hvað því er fyrir bestu og verndar þaö frá
því, sem hún telur neikvætt. Það er e.t.v.
þessi fyrirframvitneskja sem einkennir
móðurástinaöðru fremurog er jafnvel talin
hennar stærsti kostur. En móöir, sem býr
barniö samviskusamlega undir þarfir
þess, áður en þær verða aö veruleika, er
aö lifa lífinu fyrir barnið. I staö þess að