Vera - 01.03.1985, Blaðsíða 9

Vera - 01.03.1985, Blaðsíða 9
Bréf til fiskverkunar- kvenna: Þar sem enn á ný er fyrirsjáanleg vinnslustöðvun hjá fyrirtækinu um sinn, vegna hráefnisskorts, mun fyrirtækið neyta réttar samkvæmt heimild 3. gr. laga nr. 19 frá 1979, og segja yður upp kauptryggingu frá og með 19. janúar n.k. Þess er að sjálfsögðu vænst, að þetta ástand vari ekki lengi, þannig að vinnsla geti hafist sem allra fyrst. Virðingarfyll8t, Magnús Flygenring Svona líta þau út uppsagnarbréfin sem Guðrun og stallsystur hennarfa oft á ári frá vinnuveitandanum. Ég hitti Guðrúnu á heimili hennar í Hafnarfirði og rœddi við hana brot úr kvöldstund um starffiskverkunarkonunn- ar ogpau kjör sem hún býr við. Guðrún Guðmundsdóttir byrjaði að vinna í íshúsi Hafn- arfjarðar árið 1975 og hefur unnið þar við snyrtingu og pökkun síðastliðin 10 ár. Hún er í Verkakvennafélaginu Framtíðin ogásœti í trúnaðar- ráði félagsins. En gefum henni orðið: Ljósmynd: Gyða Fyrirtækið selt. . . og við með „Ég fór að vinna úti þegar yngsta dóttir mín byrjaði í skóla og vann þá hálfan daginn svo ég gæti verið heima þegar hún kæmi heim úr skólanum. Vinnudagurinn er þannig að við byrj- um fimm mínútur fyrir átta á morgnana, fáum hálftíma kaffi klukkan hálf tíu og förum svo heim í mat klukkan tólf. Dag- vinnan er til fimm, en undanfarin ár hef- ur lítið verið um eftirvinnu, það var miklu meiraumeftirvinnufyrir u.þ.b. 10 árum. En núna höfum við ekki einu sinni dagvinnuna! Við fengum uppsagnar- bréf í september í fyrrahaust þar sem okkur var tilkynnt að uppsagnir kæmu til framkvæmda þann 1. okt- óber. Okkur er sem sagt upp kaup- tryggingu og við teknar út af launaskrá með viku fyrirvara, það er nú uppsagn- arfresturinn! Tvö síðastliðin ár, höfum við hvað eftir annað verið að fá svona uppsagnarbréf. Við erum bara sendar heim með viku fyrirvara. Það er voöa- legt að þetta skuli tíðkast, verkafólk er alveg réttindalaust. En ástandið verður svona á meðan skipin geta siglt með aflann og fengið meira fyrir hann utanlands en innan. Svo eru það launin, þau eru óskaplega lág hjá okkur verkakonunum, það er ekki hægt að lifa af þeim. Við fengum nýja kauptaxta þann 1. janúar 1985 og samkvæmt þeim er tímakaupið nú kr. 81,20. Mánaðar- kaupið verður þá 14.075.00 kr. Það sjá allir að þetta eru hlægileg laun. Verka- konur hafa heldur aldrei verið ánægðar með launin. Við erum alltaf á botninum, alltaf á lægstu töxtunum. Þegar ASÍ semur veröur fiskverk- unarfólk alltaf undir. Það eru gefnar yfirlýsingar um að þeir lægstlaunuðu skuli fá mesta kauphækkun, en við fá- um alltaf minnst! Ég hef sama og ekkert unnið við bón- us, hann fengum við ekki fyrr en í janúar í fyrra, sem betur fer, því ég er ekki hrifin af honum. Bónus slítur fólki bæði andlega og líkamlega. Þetta er alltof mikið álag á fullorðnar konur. Bónus er þrældómur og ætti ekki að vera til. Atvinnurekendur halda að hann komi sér vel fyrir þá, skapi þeim meiri vinnuafköst, en það er rangt. Hvaða atvinnurekandi sér hag í því að þræla sínu fólki út? Þetta er samstilltur hópur sem ég hef unnið með, við erum einsog ein stór fjölskylda og við vinnum vel saman, við þurfum ekki bónus til þess að reka á eftir okkur. Hins vegar viljum við góð laun án þess að þurfa að leggja á okkur bónusvinnu til þess að ná þeim upp!“ En hvernig verður með áframhald- andi vinnu hjá fyrirtækinu? „Já það er nú það“, segir Guðrún, „í janúar síðastliðnum lásum við í blöð- unum að búið væri að selja íshús Hafn- arfjarðar! Svo hringir nýi vinnuveitandi í okkur og spyr hvort ekki sé hægt að fá okkur í vinnu hjá nýja fyrirtækinu þegar hún býðst! Fyrst segjast þessir menn ekki segja okkur upp vinnunni, heldur bara kaup- tryggingu, með það erum við sendar heim en á meðan er fyrirtækið selt og við meö. . . þetta eru furðuleg vinnu- brögð svo ekki sé meira sagt. Svo fram- tíðin er alveg óráðin." gyða 9

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.